Fyrsti sameiginlegi safnadagurinn á Vesturlandi verður Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Söfn, sýningar og setur á Vesturlandi verða opin þennan dag og aðgangur verður ókeypis. Safnadeginum er ætlað að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, setra og sýninga í landshlutanum auk þess að efla sögu og menningartengda ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar um opnunartíma á er að finna …
Aðalfundur Grímshússfélagsins
Frá stjórn Grímshússfélagsins: Aðalfundur Grímshússfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. apríl og hefst kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, gengið verður frá samkomulagi við Borgarbyggð um húsið og hugmyndir um nýtingaráform og innanhúshönnun ræddar.
Hunda- og kattaleyfi í gildi hjá Borgarbyggð
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 5. febrúar 2014 að birt yrði skrá yfir heimilisföng skráðra hunda og katta í sveitarfélaginu á heimasíðunni. Sveitarstjórn samþykkti þetta á fundi sínum 13. febrúar 2014. Búið er að setja þess skrá undir málaflokkinn ,,Hreinlætismál“. Hafin er vinna að endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald í Borgarbyggð í samræmi við ný …
Flokkstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar
Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2014 Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina og kenna öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 8 vikur eða frá 2. júní til og með 25. júlí n.k. …
Grunnskólinn í Borgarnesi – lausar stöður deildarstjóra
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar stöður deildarstjóra unglingastigs og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst 2014. Skólinn er heildstæður grunnskóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og stýra faglegri þróun í sterku teymi stjórnenda. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og …
Skuldir Borgarbyggðar lækkuðu árið 2013
Góður árangur náðist við að lækka skuldir Borgarbyggðar á árinu 2013. Skuldaviðmið sveitarfélagsins var í árslok 122% og hefur lækkað um tæp 25 prósentustig á tveimur árum. Á árinu var greitt af lánum fyrir 364 milljónir og var lögð áhersla á að greiða upp lán með óhagstæðum vaxtakjörum. Þetta kemur fram í ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2013 sem lagður var …
Matráður – leikskólinn Ugluklettur
„Kanntu brauð að baka“ Matráð vantar í afleysingar í leikskólann Ugluklett í Borgarnesi um nokkurra mánaða skeið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun maí næstkomandi. Leikskólinn Ugluklettur er tilraunaleikskóli hjá landlæknisembættinu í verkefninu heilsueflandi leikskóli og þarf matráður að starfa í anda þess. Helstu verkefni og ábyrgð: Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins …
Grunnskóli Borgarfjarðar – kennarar
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa næsta skólaár Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Tvo kennara vantar í fullar stöðu við Kleppjárnsreykjadeild skólans vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á unglingastigi. Æskilegar kennlugreinar eru: náttúrufræði, erlend tungumál og stærðfræði. Einnig vantar kennara í hálfa stöðu í list …
Grunnskóli Borgarfjarðar – laus störf
Við Kleppjárnsreykjadeild skólans vantar starfsmenn í eftirfarandi störf fyrir næsta skólaár: Starf aðstoðarmatráðs. Starf stuðningsfulltrúa – afleysingar til 1. nóvember. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum og ungmennum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu www.gbf.is Staða húsvarðar/umsjónamanns eigna GBF. Um er að ræða 80% starf. Æskilegt er að …
Íþróttir eldri ungmennafélaga – fundur í kvöld
Opinn fundur um íþróttir eldri ungmennafélaga verður haldinn á skrifstofu Ungmennasambands Borgarfjarðar í kvöld, fimmtudaginn 10. apríl og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður þessum spurningum velt upp: Hvernig glæðum við félags- og íþróttastarf meira lífi? Því tökum við ekki þátt, erum virk? Hvað hefur þú fram að færa? Kynning á landsmóti UMFÍ 50+. Kynning …