Björn Bjarki forseti sveitarstjórnar

júní 19, 2014
Á 114. sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar þann 18. júní, sem jafnframt var fyrsti fundur viðtakandi sveitarstjórnar, var Björn Bjarki Þorsteinsson kosinn forseti sveitarstjórnar til eins árs. Finnbogi Leifsson var kosinn fyrsti varaforseti sveitarstjórnar og Geirlaug Jóhannsdóttir var kosin annar varaforseti.
Kosning í byggðarráð: Guðveig Eyglóardóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Magnús Smári Snorrason voru kosin í byggðarráð til eins árs og Finnbogi Leifsson, Jónína Erna Arnardóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir til vara. Guðveig var kosin formaður og Björn Bjarki varaformaður. Áheyrnarfulltrúi verður Ragnar Frank Kristjánsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir til vara.
Þá samþykkti sveitarstjórn formlega að ráða Kolfinnu Jóhannesdóttur í starf sveitarstjóra. Hún kemur til starfa 1. ágúst næstkomandi.
Aukafundur verður í sveitarstjórnfimmtudaginn 26. júní, þar sem m.a verður kosið í nefndir og ráð í samræmi við samþykkt um stjórn Borgarbyggðar.
 

Share: