Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð dagana 24., 25., 26. og 27. nóvember og 1. og 2. desember. Sjá hér auglýsingu.
Opið hús á Bjarnarbrautinni
Fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi kl. 15.00 – 18.00, verða fyrirtæki og stofnanir sem staðsett eru að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi með opið hús. Gestum og gangandi er boðið að koma og þiggja léttar veitingar og fræðast um starfsemi fyrirtækja og stofnana sem í húsinu eru. Sjá nánar hér.
Lokaskýrslur til Menningarsjóðs Borgarbyggðar
Í mars síðastliðnum veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2014 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt eða á netfangið embla@borgarbyggd.is
Heimsóttu Votlendissetrið
Í síðustu viku komu 27 nemendur Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar í heimsókn í Votlendissetur LbhÍ við Vatnshamravatn. Markmið heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi setursins, en jafnframt að fá fræðslu um þá fugla sem sjást á vatninu. Nemendurnir sýndu sérstakan áhuga nokkrum uppstoppuðum fuglum sem hægt var að …
Þjónusta við eldri borgara og fatlaða – eitt númer 433 7100
Eitt þjónustunúmer 433 7100 ! Borgarbyggð hefur tekið upp eitt þjónustunúmer, 433 7100, vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Þar er tekið við öllum erindum er varða heimilishjálp, innlit, stuðning við fatlaða, matarbakka, ferðaþjónustu og alla aðra þjónustuog og erindum síðan beint áfram til starfsmanna sem með gleði reyna að leysa úr öllum málum.
Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna verður í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar í Borgarnesi 20. nóvember kl. 13.00-16.00. Farið verður yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Leiðbeinandi er Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sjá auglýsingu hér.
Lions býður þér í blóðsykursmælingu
Alþjóða sykursýskisvarnardagur Lionshreyfingarinnar er á morgun 14. nóvember en mánuðurinn er tileinkaður baráttu Lions gegn sykursýki. Af þessu tilefni er boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið. Lionsklúbbarnir í Borgarnesi bjóða upp á blóðsykursmælingu í Hyrnutorgi á morgun, föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00-17.00. Mikilvægt er að láta mæla blóðsykurinn reglulega. Fólk er hvatt til …
Blóðþyrstir víkingar og venjulegt fólk
Snorrastofa í Reykholti minnir á fyrirlestur í kvöld, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 20.30. Þar flytur Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri fyrirlesturinn, Blóðþyrstir víkingar og venjulegt fólk. Íslendingasögur frá sjónarhóli barna. Brynhildur hefur mjög látið barnabókamenningu til sín taka og m.a. umritað fornsögur í hendur ungra lesenda og þeirra, sem vilja kynna sér þær á aðgengilegan …
Lægri þrýstingur á heita vatninu í dag
Vegna endurbóta á Deildartunguæð verður lægri þrýstingur á heitu vatni hjá notendum veitunnar í dag, þriðjudaginn 11. nóvember til kl. 17.00. Þetta er síðari hluti tengivinnu við Deildartunguæðina, þar sem verið er að endurnýja kafla í henni við Varmalæk í Borgarfirði. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma …
Símenntunarmiðstöðin – raunfærnimat
Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga? Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat: Fyrir leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum. Fyrir félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og …