
Undanfarnar vikur hefur Alexandra Chernyshova söngkennari verið að æfa söngleikjalög með nemendunum og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Landnámssetrið mun vera með góðan kvöldverð fyrir þá sem vilja fyrir tónleikana.