Dýrahald í Borgarbyggð

Að gefnu tilefni er rétt að ítreka að ákvörðun um að lóga dýri er alltaf tekin að höfðu samráði við starfsmann Umhverfis-og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Hingað til hefur aldrei verið farið með merktan og/eða skráðan heimiliskött til svæfingar til dýralæknis eftir handsömun í Borgarbyggð. Kötturinn sem umræðan snýst um þessa dagana var hvorki merktur, örmerktur né á skrá hjá Borgarbyggð. Samkvæmt …

Köttur í óskilum 2015-08-18

Kettlingur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann var handsamaður á Þórólfsgötu í Borgarnesi og er hvorki merktur eða örmerktur. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 437-7100 eða í gæludýraeftirlitsmann í síma 892-5044.    

Um kattahald

Að gefnu tilefni þá hefur Borgarbyggð ákveðið að endurskoða verkferla við handsömun og meðferð katta. Föngun ómerktra katta skal ávallt auglýsa á heimasíðu Borgarbyggðar. Gefi ekki sig fram eigandi innan sjö sólahringa frá birtingu auglýsingar þá er heimilt að gera aðrar ráðstafanir með vísan til samþykkta um hunda og kattahald í Borgarbyggð frá 2008. Þá hefur verið ákveðið að reyna …

Nýr tölvuumsjónarmaður

Gestur Andrés Grjetarsson hefur verið ráðinn í starf tölvuumsjónarmanns og mun hafa yfirumsjón með tæknimálum, upplýsingakerfum, net- og tölvukerfum Borgarbyggðar. Starf tölvuumsjónarmanns kemur í staðinn fyrir aðra tölvuþjónustu við skóla og stofnanir sveitarfélagsins og er liður í samræmingu þjónustu og hagræðingu á þessu sviði. Gestur hefur lokið ýmsum prófum og vottunum í rekstri tölvu- og netkerfa, hann er með mikla …

Skýrsla sveitarstjóra 13. ágúst

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar í dag 13. ágúst. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.    

Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Anna Magnea Hreinsdóttir Anna Magnea Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mun hafa yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum í Borgarbyggð.   Anna Magnea lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola, Svíþjóð árið 1980, B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í …

Aukin aðsókn í sundlaugarnar í Borgarbyggð

Sundlaugin í Borgarnesi Mikil aukning hefur orðið í aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Í sundlaugina í Borgarnesi hafa komið 15.900 gestir í júlí sem er 30% aukning í samanburði við júlí í fyrra.   Aukning í sundlaugina á Kleppjárnsreykjum er yfir 40% þegar júlí mánuður í ár er borinn saman við júlí mánuð í fyrra. Þangað hafa komið 2.400 …

Nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Júlía Guðjónsdóttir Í morgun á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar var samþykkt að nýr skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi verði Júlía Guðjónsdóttir. Júlía útskrifaðist með BEd gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2002 og hóf störf þá um haustið í Rimaskóla þar sem hún kenndi í sex ár. Skólaárið 2007 -2008 kenndi hún í Lækjarskóla en haustið 2008 tók hún við skólastjórastöðu við Reykhólaskóla …

Umsækjendur um starf skólastjóra hjá Borgarbyggð

Staða skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út þann 13. júlí 2015. Átta umsóknir bárust um starfið en þrír umsækjenda drógu umsóknir sína til baka. Umsækjendur eru sem hér segir: 1. Helga Stefanía Magnúsdóttir 2.. Íris Anna Steinarsdóttir 3. Júlía Guðjónsdóttir 4. Lind Völundardóttir 5. Þorkell Logi Steinsson Borgarbyggð þakkar umsækjendum fyrir …