Vel heppnað opið hús hjá Öldunni

desember 11, 2015
Í dag var opið hús hjá Öldunni; dósamóttöku og vinnustofu í tilefni flutnings í nýtt húsnæði í Brákarey. Nýja húsnæðið er talsvert stærra en fyrrum Fjöliðja, aðstaða öll betri og býður upp á fjölbreyttari möguleika í verkefnum fyrir starfsmenn.
Í Öldunni starfa samtals 15 manns auk fjögurra leiðbeinenda. Gestum var boðið upp á kaffi og konfekt. Starfsmönnum Öldunnar voru færð blóm og góðar óskir um áframhaldandi gott starf.
 
 

Share: