Minnt er á að skv. 15.kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Þeir gæludýraeigendur sem ekki hafa látið ormahreinsa dýr eru beðnir að panta tíma hjá dýralækni fyrir árslok.
Athugið að ormahreinsun er innifalin í árlegu leyfisgjaldi.
Þeir sem þegar hafa látið ormahreinsa dýrið á árinu, annars staðar en á sérstökum hreinsunardögum sveitarfélagsins, eða breytingar hafa orðið á högum dýrsins eru beðnir að senda staðfestingu þess efnis á netfangið hrafnhildur@borgarbyggd.is.
Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar