Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2015-12-16

desember 16, 2015
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög:
 
Borgarbraut 55,57 og 59 – breytt deiliskipulag


Sveitarstjórn samþykkti 10. desember 2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 í Borgarnesi. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. desember 2015. Tillagan mun vera kynnt fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og á opnum kynningarfundi 12. janúar 2016. Tillagan felur meðal annars í sér breytt lóðafyrirkomulag og breytta byggingarskilmála .

Tillagan verður auglýst frá 16. desember 2015 til og með 29. janúar 2016 skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
 
 
Ánabakki 13 úr landi Ánastaða – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 10. desember 2015 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Ánabakka 13 úr landi Ánastaða. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð síðan í apríl 2015 og felur meðal annars í sér nýtt skipulag fyrir íbúðarhús og skemmu/hesthús.
Tillagan verður auglýst frá 16. desember 2015 til og með 29. janúar 2016, skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
 
 
Kynningarfundur fimmtudaginn 12. janúar í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 20.00 til 21.30.
Skoða má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 16. desember 2015.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 30. janúar 2016 annað hvort í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.

 
 

Share: