Dýpkun á Borgarneshöfn

Framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna við dýpkun á höfninni í Borgarnesi hefjast fljótlega. Til verksins verður notuð beltagrafa með sérstaklega löngum armi sem athafnar sig á hafnarbakkanum. Höfnin verður dýpkuð 60 metra meðfram hafnarbakkanum og um 13 metra út frá honum. Gert er ráð fyrir að efnismagn sem kemur upp úr höfninni verði um 2,800 rúmmetrar. Efninu verður mokað upp á …

Styrktartónleikar í Borgarneskirkju

Tónleikar verða haldnir í Borgarneskirkju næstkomandi þriðjudag, 27. október kl. 18:00. Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar standa fyrir tónleikunum og eru þeir til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Krabbameinsfélags Borgarfjarðar en baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög. Síðastliðinn vetur stóðu nemendur Tónlistarskólans á Akranesi fyrir tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og á þeim tónleikum var …

Heyrúlluplast

Íslenska gámafélagið hyggst auka þjónustu við bændur og býli í sveitarfélaginu sem vilja leigja gáma fyrir heyrúlluplast.   Rúlluplast verður áfram sótt þrisvar á ári endurgjaldslaust til þeirra sem ekki leigja gám, með sama hætti og verið hefur. Áætlað er síðasta söfnunarferð ársins verði seinni hlutann í nóvember, og verður það auglýst sérstaklega.   Sjá nánar auglýsingu Íslenska gámafélagsins hér. …

BÚSETUÞJÓNUSTA FATLAÐRA – STARFSFÓLK ÓSKAST TIL AFLEYSINGA

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar afleysingarstarf í Búsetuþjónustu fatlaðra Borgarnesi. Helstu verkefni: Aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi. Heimsending á matarbökkum frá Brákarhlíð. Félagsleg liðveisla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun nóvember. Umsækjandi skal vera eldri en 20 ára og hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir, forstöðumaður Búsetuþjónustu fatlaðra, í …

Arion banki færir skólum í Borgarbyggð veglega tölvugjöf

  Arion banki færði í gær sveitarfélaginu Borgarbyggð tölvugjöf ætlaða til notkunar í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins. Um er að ræða notaðan tölvubúnað; 30 tölvur og 70 skjái. Bernhard Þór Bernhardsson, svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi, hafði orð á því við afhendinguna að upplýsingatækni væri ekki síður mikilvæg í uppbyggingu nútíma skólastarfs en í starfsemi fjármálafyrirtækja. Hann bætti því við …

Leiðbeinandi í afleysingu óskast í Fjöliðjuna í Borgarnesi

Leiðbeinandi í afleysingu óskast í 50% starf í Fjöliðjuna í Borgarnesi. Fjöliðjan er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Við leitum að starfsmanni með góða samskiptahæfni, sveigjanleika og hæfileika til að setja mörk. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með fólki með fötlun. Laun eru skv. kjarasamningum. Umsóknarfrestur til 1. nóv n.k. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni Fjöliðju, Guðrúnu …

Borgarbyggð eignast fulltrúa í Ungmennaráði Samfés

Landsmót Samfés var haldið á Akureyri helgina 9.-11. október. Fimm fulltrúar fóru á Landsmótið ásamt starfsmanni. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins myndi tengsl og fái nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi allra félagsmiðstöðvanna. Dagskráin var fjölbreytt en unnið var í mismunandi smiðjum með það að markmiði að læra og miðla reynslu og þekkingu í félagsmiðstöð …

Ljósberi veittur atvinnurekendum sem ráða einstaklinga með fötlun í vinnu

Haustið 2014 vann starfshópur á vegum Borgarbyggðar að því verkefni að móta stefnu í þjónustu við einstaklinga með fötlun. Eitt þeirra atriða sem vinnuhópurinn lagði til var að sveitarfélagið veitti árlega viðurkenningar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem leggja hönd á plóg við að auka tækifæri einstaklinga með skerta starfsgetu til að stunda atvinnu. Mikilvægt er okkur öllum að fá …

Skýrsla sveitarstjóra 8. október

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 8. október. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.  

Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd

Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd til 13. nóvember, en upprunalega var gert ráð fyrir sýningartíma út október. Metaðsókn hefur verið að sýningunni og hefur hún hlotið einróma lof gesta. Þar er sögð saga fimmtán kvenna af starfssvæði safnanna og fór öll efnisöflun fram í nánu samstarfi við fjölskyldur þeirra sem rituðu texta og útveguðu myndir og gripi. Þess …