Skipulagsmál í Borgarbyggð

febrúar 18, 2016
Lýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Svæði fyrir motocross í þéttbýli Borgarness.
Sveitarstjórn samþykkti 11. febrúar 2016 að auglýsa lýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. 28. janúar 2016 og felur breytingin í sér breytri landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþrottasvæði (íþ2) og opins svæðis (o26).
Lýsingin verður auglýst frá 18. febrúar til og með 29. febrúar 2016, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010
Kynningarfundur verður haldin 24. febrúar 2016 í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 20.00
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar með því að smella hér og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 18. febrúar 2016.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila annað hvort í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is ekki seinna en 29. febrúar 2016 og skulu þær vera skriflegar.
 
 

Share: