Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um allt land um miðjan febrúr. Starfsfólk og nenendur í Tónlistarskóla Borgafjarðar mun af því tilefni verða með For-Nótu tónleika í skólanum kl. 18:00 næstkomandi þriðjudag, 16. febrúar.
Þar munu nemendur flytja fjölbreytta tónlist; einleikur, samleikur og frumsamið. Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónleikagestir munu kjósa atriði til að fara áfram á Nótu-tónleika sem haldnir verða í Stykkishólmi 12. mars. Nótan er samstarfsverkefni allra tónlistarskóanna í landinu og endar verkefnið á uppskeruhátíð í Reykjavík, en þar munu nemendur af öllu landinu koma fram. Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi og ávallt ríkir eftirvænting nemenda að taka þátt.
Verið velkomin í Tónlistarskólann á þriðjudaginn. Aðgangur ókeypis.