Málþing um ferðaþjónustu var haldið í Hjálmakletti 23. nóv. s.l. Fór það vel fram og var árangursríkt en milli 30 – 40 manns tóku þátt.
Umf Skallagrímur 100 ára
Skallagrímur 100 ára Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Félagið var formlega stofnað 3 desember 1916. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun félagsins og starfsemi þess tekið breytingum í áranna rás. Í dag eru fimm deildir starfandi innan félagsins: sunddeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, badmintondeild og leikdeild. Lengi vel var einnig starfandi frjálsíþróttadeild en hún …
Tímabundin lokun á hjáleið
Tilkynning frá framkvæmdasviði. Að ósk lögreglunnar verður hjáleið inn á Kveldúlfgsgötu frá Þórðargötu lokuð þar til framkvæmdir við gatnagerðina hefjast á nýjan leik.
Upphaf aðventu í Borgarbyggð
Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016 Ljós og náttúra Vesturlands – Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir …
Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð
Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð verður haldið í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. nóvember kl. 18:00 – 22:00. Framsöguerindi frá kl. 18:00 til 19:30: Setning málþingsins; Guðveig Eyglóardóttir formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Fjárhagsleg tengsl ferðaþjónustu og Borgarbyggðar; Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV Framtíðarsýn ferðaþjónustu í Borgarbyggð; Guðveig Eyglóardóttir hótelstýra Bifröst og formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Skipulagsvinna og …
Borgnesingur í hættu! Upplestur í Safnahúsi
Miðvikudaginn 23. nóvember verður upplestur á nýrri bók í héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Safnahúsi. Þar kynnir Hildur Sif Thorarensen sína fyrstu bók sem heitir Einfari. Hildur er 32ja ára hugbúnaðarverkfræðingur sem nú leggur stund á nám í læknisfræði í Osló. Á meðan á verkfræðináminu stóð tók hún nokkra áfanga í ritlist og námskeið í skrifum á kvikmyndahandritum, þá hefur hún starfað …
Dagur nýsköpunar
DAGUR NÝSKÖPUNAR Á VESTURLANDI verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13.30 UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi, en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. BJARNI MÁR GYLFASON frá Samtökum iðnaðarins og ODDUR STURLUSON frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. …
Kennarar – afhending undirskriftalista
Kennarar grunnskólanna í Borgarbyggð fjölmenntu í Ráðhús Borgarbyggðar í gær, þann 15.nóv. og afhentu Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra bréf og undirskriftir til áréttingar því að lokið verði við gerð kjarasamninga við kennara en samningar þeirra hafa verið lausir um allnokkra hríð og lítt hefur gengið að semja.
Snjómokstur í Borgarbyggð
Upplýsingar um snjómokstur og snjómokstursreglur eru aðgengilegar hér.
Afhending örnefnaskrár
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, FaB, afhenti þann 9. nóvember Landmælingum Íslands örnefnaskrá sem félagið hefur af mikilli elju safnað saman á s.l. 23 árum. Skráin inniheldur örnefni úr Skorradalshreppi og öllum hreppum gömlu Borgarfjarðarsveitar . Ekki þarf að efast um að hér hefur félagið unnið þrekvirki og bjargað ómetanlegri þekkingu frá glötun. Einnig afhenti félagið Safnahúsi Borgarfjarðar afrit af örnefnaskrám og kortum …









