Fréttatilkynning frá Strætó – Gjaldskrárhækkun

desember 16, 2016
Featured image for “Fréttatilkynning frá Strætó – Gjaldskrárhækkun”

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði.

Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn yngri en 18 ára, aldraða og öryrkja verða óbreytt. Önnur fargjaldaform eins og farmiðar og kort hækka í kringum 4,0%.

Ný gjaldskrá Strætó mun taka gildi 3. janúar 2017.

Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir um 32% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.

Upplýsingar um nýja gjaldskrá er að finna á vef Strætó www.straeto.is

Allar nánari upplýsingar veita Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó í síma 660 1488 og Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó í síma 661 2205.


Share: