Íþróttamaður Borgarfjarðar

Laugardaginn 14. janúar var upplýst, við hátíðlega athöfn í Lyngbrekku, hverjar niðurstöður urðu í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar. Tilnefnd voru: Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Flosi Ólafsson fyrir hestaíþróttir, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund, Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson fyrir bridge, Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton, Konráð Axel Gylfason …

Spegill samfélags

Spegill samfélags – sýningaropnun 14. janúar Laugardaginn 14. janúar verður opnuð ný ljósmyndasýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Spegill samfélags.  Markar opnun hennar fyrsta viðburð á vegum sveitarfélagsins í tilefni af afmælisári Borgarness (1867-2017). Aðdragandi sýningarinnar er  nokkuð langur, hann hófst í ársbyrjun 2016 þegar auglýst var ljósmyndasamkeppni og kallað eftir myndum frá almenningi sem teknar skyldu það ár. …

Tryggingar sveitarfélagsins

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 22. desember að ganga frá samningi við VÍS samkvæmt niðurstöðum útboðs um tryggingar Borgarbyggðar sem fór fram fyrr í haust. Samningurinn gildir í tvö ár frá og með 1. jan. 2017 með sex mánaða uppsagnarfresti. Samningurinn var undirritaður 12. janúar s.l.

Undirbúningur að lagningu ljósleiðara

Unnið hefur verið að undirbúningi að lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð frá því í umræða hófst af alvöru um þessi mál sl. sumar. Sökum þess að afgreiðsla fjárlaga dróst þá seinkaði því að opnað væri fyrir umsóknir í Fjarskiptasjóð um styrki til lagningar ljósleiðara á vegum sveitarfélaganna. Fyrirkomulaginu hefur verið breytt á þann hátt að nú koma um 90 m.kr. í …

150. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt sinn 150. fund, frá júní 2006 að telja,  fimmtudaginn 12. janúar s.l. Fundargerð fundarins má finna hér á heimasíðunni , bæði hljóð og texta. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar hafa verið í sveitarstjórn frá upphafi, þeir Björn Bjarki Þorsteinsson og Finnbogi Leifsson. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir V lista sat sinn fyrsta fund í forföllum Ragnars Frank Kristjánssonar.

150. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. janúar 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.  DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 8.12, 22.12. (148, 149) Fundargerðir byggðarráðs 15.12, 22.12., 29.12., 5.1.             (398,399,400,401) Fundargerð Velferðarnefndar 5.1. (68) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 11.1.. (44) Borgarnesi 11.01.2017 Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri

Snjómokstur og hálkuvörn

Nú er búið að festa kaup á  snjótönn og saltkassa á bíl áhaldahúss Borgarbyggðar. Með þessu verður unnt að bregðast hraðar og betur við þegar ryðja þarf burt snjó og hálkuverja plön og gangstéttir við stofnanir sveitarfélagsins, bæði í Borgarnesi en ekki hvað síst í öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.

Mannauðsstjóri Borgarbyggðar – laust starf

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar nýtt starf mannauðsstjóra sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri mun hafa yfirumsjón með mannauðsmálum þess og vinna náið með sveitarstjóra og öðrum stjórnendum. Meginhlutverk mannauðsstjóra verður að þróa mannauðsmál sveitarfélagsins í nánu samstarfi við stofnanir þess og veita stjórnendum alhliða ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Næsti yfirmaður verður sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Helstu verkefni: Þróun og framkvæmd starfsmanna- og mannauðsstefnu …

Yoga fyrir eldri borgara og öryrkja

Áfram verða  léttar yogaæfingar í félagsstarfinu í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13:00 – 14:00 í salnum á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími fimmtudaginn 12. janúar. Yogakennari Erla Kristjánsdóttir.

Jákvæð viðhorf

Námskeið í jákvæðri sálfræði var haldið í Símenntunarmiðstöð Vesturlands fyrir starfsfólk Borgarbyggðar sl. fimmtudag. Leiðbeinandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, en hún stundaði nám í jákvæðri sálfræði veturinn 2015-2016 við Háskóla Íslands. Jákvæð sálfræði hefur það markmið að efla jákvæðar hliðar mannsins eins og styrkleika, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Stuðst …