Fundur með ráðherra

apríl 18, 2017
Featured image for “Fundur með ráðherra”

Forseti sveitarstjórnar, Björn Bjarki Þorsteinsson og sveitarstjóri Gunnlaugur A Júlíusson funduðu fyrir páska með ráðherra sveitarstjórnar – og samgöngumála, Jóni Gunnarssyni. Á þessum fundi komu þeir á framfæri sjónarmiðum Borgarbyggðar varðandi s.k.”bankaskatt”, en þess er krafist að hann verði greiddur út skv. gildandi reglum Jöfnunarsjóðs en ekki skv. nýjum afturvirkum reglum. Ennfremur var til umræðu afleitt ástand vega í Borgarbyggð en hér er að finna lengsta malarvegakerfi innan eins sveitarfélags.  Eins var farið yfir sjónarmið Borgarbyggðar varðandi legu þjóðvegar 1 í gegn um Borgarnes og þær viðræður sem nú standa yfir við Vegagerðina um umferðaröryggi. Sýndi ráðherra þessum málum áhuga og skilning og mun taka þau til  skoðunar á fundum m.a. með vegamálastjóra.


Share: