Vinnuskóli Borgarbyggðar 2017

apríl 18, 2017
Featured image for “Vinnuskóli Borgarbyggðar 2017”

Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 6. júní til 31. júlí sumarið 2017. Leitast verður við að veita öllum 13-16 ára (7.-10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í Vinnuskólanum. Starfsstöðvar Vinnuskólans verða á eftirfarandi stöðum: Bifröst, Borgarnes, Hvanneyri, Reykholt. Nemendur vinnuskólans geta óskað eftir að vinna við:

  • almenn garðyrkjustörf
  • störf hjá stofnunum Borgarbyggðar
  • störf í sumarfjöri og í skapandi sumarhóp

Forráðamenn skrá unglinga í vinnuskólann. Skráning fer fram á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur er til 8. maí.








 Aldur  Laun    Útborgun    Vinnutími  Tímabil  
13 ára. 7.bekkur   kr. 425 klst. Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fös: 9-12  6. – 20. júní ( 2 vikur ).  
14.ára.   8.bekkur kr. 510 klst Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim: 9-12 og 13 -16Fös: 9-12  Hægt að velja um 8 vikur. 6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.
15.ára 9.bekkur kr. 680 klst Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim: 9-12 og 13 -16Fös: 9-12 Hægt að velja um 8 vikur. 6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.  
16.ára 10.bekkur   kr. 850 klst. Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim: 9-12 og 13 -16Fös: 9-12 Hægt að velja um 8 vikur. 6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.  

      Reglur Vinnuskólans í Borgarbyggð

  • Mæta skal stundvíslega og vera tilbúinn til að hefja verk á tilsettum tíma.
  • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda.
  • Nemendur sýni kurteisi í samskiptum við flokkstjóra, bæjarbúa og aðra nemendur. Nemendur hafi með sér nesti í vinnu.
  • Nemendur komi til vinnu klædd með tilliti til verkefna og veðurfars.
  • Vinna skal öll verk eins vel og framast er kostur.
  • Gengið er vel um verkfæri og tæki.
  • Foreldrar láti flokkstjóra vita um forföll vegna veikinda.
  • Notkun farsíma á vinnutíma eru bönnuð.

Share: