Snorrastofa býður til afmælishátíðar næstkomandi laugardag 15. júlí 2017 í Reykholti – í tilefni af 70 ára afmæli Snorrastyttunnar sem Norðmenn gáfu Íslendingum. Fullyrða má að einhver merkasti viðburður í sögu héraðsins á seinni tímum hafi verið afhending Snorrastyttunnar í júlímánuði 1947 – en þá var haldin fjölmennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins. Hátíðarhöldin 1947 voru í undirbúningi í áratugi – …
Plan B Listahátíð og gámastöðin við Sólbakka
Borgarbyggð, Íslenska Gámafélagið og Plan-B listahátíð hafa komist að samkomulagi um möguleika á nýtingu efniviðar af gámastöðinni við Sólbakka til listsköpunar. Listamenn hátíðarinnar hafa heimild til að nýta það efni sem berst inn á stöðina sem efnivið í listaverk og gefa þannig gömlum hlutum nýtt líf. Því má búast við því að úrgangur sem berst á gámastöðina við Sólbakka á …
Burðarplastpokalaus Borgarbyggð
Sveitarstjórn hefur samþykkt að hefja þá vegferð að draga úr notkun á einnota burðarplastpokum í sveitarfélaginu. Til að verkefnið sé vænlegt til árangurs skiptir aðkoma fyrirtækja í sveitarfélaginu lykilmáli, fyrirtækja sem afhenda kaupendum vörur í poka. Fulltrúar Borgarbyggðar hafa nú heimsótt vel flest fyrirtæki í sveitarfélaginu til að kynna verkefnið og hafa viðtökur verið mjög góðar. Í ljós kemur að …
Félagsmiðstöðin Óðal – laus störf
Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Óðal veturinn 2017-2018. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla. Samskipti við foreldra/forráðamenn. …
Samningur um sorphirðu
Í gær var undirritaður verksamningur við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð. Samningurinn tekur gildi 1. september 2017 og gildir til 31. ágúst 2022. Helstu breytingar með nýjum samningi felast í að aukin áhersla verður lögð á flokkun og ábyrga meðhöndlun úrgangs. Borgarbyggð væntir góðs af samstarfi við Íslenska gámafélagið ehf.
Gjaldfrjálst skyldunám í grunnskólum Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar staðfesti á fundi sínum 6. júlí sl. bókun fræðslunefndar frá 13. júní sl. um að öllum börnum í grunnskólum Borgarbyggðar verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti. Er það skref í gjaldfrjálsu skyldunámi sem stuðlar að jafnræði í námi og vinnur gegn mismunun barna. Með ákvörðun sinni tekur byggðarráð undir þau sjónarmið að öll …
Könnun á viðhorfum íbúa til úrgangsmála
Nemandi í Hagnýtri aðferðafræði við LBHÍ vann á dögunum verkefni fyrir Borgarbyggð. Um var að ræða könnun meðal íbúa á viðhorfum þeirra til úrgangsmála. Könnunin var símakönnun og úrtakið var 146 manns. Könnun sem þessi gefur vísbendingar um viðhorf íbúa til úrgangsmála og verður hægt að nýta við áframhaldandi þróun þjónustunnar. Nánast allir þátttakendur flokka úrgang eftir bestu getu, í …
Sumarfjör og Vinnuskóli
Í sumar hefur Borgarbyggð staðið fyrir námskeiðum fyrir börn á aldrinum 5 – 13 ára í samstarfi við UMSB. Námskeiðin eru haldin í Borgarnesi og á Hvanneyri. Boðið er uppá keyrslu fyrir börn frá GBF-Varmalandi og frá GBF-Kleppjárnsreykjum. Hefur þátttaka verið góð og börnin skemmt sér vel á námskeiðum um t.d. listir, náttúruna, vísindi, útivist og íþróttir, sjá nánar hér. Um …
Borgarbraut 57 – 59
Þann 26. Júní sl. barst sveitarstjórn Borgarbyggðar bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu þar sem sett er fram bótakrafa f.h. Húss og lóða ehf vegna meints tjóns fyrirtækisins vegna seinkunar framkvæmda við Borgarbraut 57-59 í kjölfar þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi deiliskipulag og byggingarleyfi vegna Borgarbrautar 57-59 úr gildi. Bótakrafan í þremur liðum og er samtals að fjárhæð kr. 153.365.128.- …
Hreinsun rotþróa
Þessa dagana er unnið að hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu og sér Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið venju samkvæmt. Til að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi, sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Hægt er að sjá nánari upplýsingar m.a. hvenær rotþrær voru síðast tæmdar á Rotþróakorti sem má nálgast hér. …








