Börn að hefja leikskóladvöl

ágúst 22, 2017
Featured image for “Börn að hefja leikskóladvöl”

Aðlögun barna er hafin í leikskólum Borgarbyggðar. Þegar leikskóladvöl barns hefst er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best.  Í aðlögun kynnist barnið starfsfólki, öðrum börnum og húsnæði leikskólans.  Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður reiðubúið til að taka þátt í starfi leikskólans.
Aðlögun er ekki einungis fyrir barnið, heldur einnig tími fyrir foreldra og starfsfólk að kynnast. Með góðum aðlögunartíma aukast tengslin milli leikskóla og fjölskyldunnar og grunnur er lagður að öryggi og vellíðan barnsins og samstarfi heimilis og skóla.


Share: