Umferð hrossa um Vallarás

ágúst 15, 2017
Featured image for “Umferð hrossa um Vallarás”

Sett hafa verið upp skilti við Vallarásinn þar sem tekið er fram að umferð hesta um götuna er bönnuð. Í lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð er kveðið á um að umferð hesta sé bönnuð innan þéttbýlismarka annarstaðar en á merktum reiðvegum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar. Þetta bann er áréttað sérstaklega varðandi Vallarásinn vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem þar fer fram. Fyrirtækið Eðalfiskur flutti rekstur sinn nýlega í Vallarásinn. Starfsemi þess er mjög viðkvæm fyrir listeriusmiti sem getur m.a. borist inn í húsið með húsdýraskít. Ef slíkt smit berst í húsið og í framleiðslu fyrirtækisins getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtækið og rekstrarafkomu þess. Því er skorðað á alla umráðamenn hesta að virða fyrrgreindar reglur því mikið liggur undir að það sé gert. Með brot á þeim verður farið eftir gildandi ákvæðum í lögreglusamþykkt Borgarbyggðar.

 

Sveitarstjóri


Share: