Gleði – jákvæðni – sjálfsábyrgð

Elín Matthildur Kristinsdóttir hélt námskeið fyrir starfsfólk Borgarbyggðar um gleði, jákvæðni og sjálfsábyrgð einstaklinga. Fjallað var um þrautseigju, hugarfar, styrkleika og gildi, um mikilvægi jákvæðra tilfinninga og áhrif þeirra á eigið líf. Einnig um áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin líðan, hamingju og velferð var undirstrikað upp að því marki sem hægt er …

Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum

Vegna framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum verður lokað fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. október Forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Byggðastyrkur vegna ljósleiðaravæðingar

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Borgarbyggð er eitt þessara sveitarfélaga sem hlýtur styrk til þessa verkefnis. Er hann að upphæð 15.1 millj. kr.  Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017 en þá fékk Borgarbyggð …

„Blær mættur í Klettaborg“

Í dag 11. október fagnar leikskólinn 39 ára afmæli sínu og af því tilefni ákvað Blær að koma alla leið frá Ástralíu til að hjálpa börnunum að vera góður félagi og gæta vel hvers annars. Því miður týndust bangsapakkarnir á leiðinni en sem betur fer hjálpaði Björgunarsveitin Brák til og voru það þær Sigurborg og Vigdís foreldrar í leikskólanum sem …

Menningarminjadagur Evrópu á Vesturlandi

Nú á að fara að halda uppá menningarminjadag Evrópu um allt land. Hér á vesturland verður menningarminjadagurinn haldinn laugardaginn 14. október og mun Hulda Guðmundsdóttir a Fitjum kynna verkefnið „Framdalurinn Fitjasókn i Skorradal, verndarsvæði í byggð“. Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, kl. 14:00. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins.

Íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi iðar af lífi á laugardagsmorgnum þegar um 60 börn koma saman með fjölskyldu sinni í íþróttaskólann. Helsta markmið hans er að börnin kynnist  íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Börnin æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk , úthald og líkamsvitund, læra hópleiki og að fylgja þeim reglum sem settar eru í þeim og styrkja með því félagsfærni barnanna. Auk …

162. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. október 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.9.                                     (161) Fundargerð byggðarráðs 21.9,28.9,4.10.                         (427, 428, 429) Fundargerð fræðslunefndar 29.9.                                           (160) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 4.10             (55) Fundargerð velferðarnefndar 6.10 …

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni

Öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára fá styrk til frístundaiðkunar. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. …

Umhverfisviðurkenningar 2017

Snyrtilegasta bændabýlið 2017 Traðir í Hraunhrepp Þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einstaklega snyrtilegt er heim að líta og sjá má að mikil áhersla er lögð á að halda vel við öllum mannvirkjum. Umgengni er til mikillar fyrirmyndar sem samræmist vel þeirri náttúrufegurð sem þarna ríkir.   Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2017 Svava Finnsdóttir í Bóndhól Aldingarðurinn umhverfis hús Svövu …