Markaðsstofa Vesturlands vinnur í samstarfi við Ferðamálastofu að Áfangastaðaáætlun ferðamála fyrir Vesturland (DMP).
Framundan eru opnir fundir þar sem unnið er að markmiðasetningu og áherslum í aðgerðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020 fyrir hvert svæði innan landshlutans. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradal verður í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 17:00-20:00.
Nánari upplýsingar hjá Markaðsstofu Vesturlands.