Nýjar heimasíður leikskólanna

janúar 15, 2018
Featured image for “Nýjar heimasíður leikskólanna”

Nýjar heimasíður leikskóla voru opnaðar mánudaginn 15. janúar sl. Þar má nálgast almennar upplýsingar um daglegt skólastarf. Heimasíðurnar eru hluti af leikskólakerfi sem leikskólarnir hafa verið að innleiða sem nefnist Karellen https://karellen.is/.  Kerfið býður einnig uppá App fyrir foreldra  en þar sjá þeir viðveruskráningu barna sinna sem og matar- og svefnskráningu. Að auki eru bein samskipti á milli kennara og foreldra auðveldari með skilaboðaskjóðu. Foreldrar geta t.d. tilkynnt veikindi barna sinna eða sagt til um það hver kemur að sækja barnið á meðan leikskólakennarar geta minnt á aukaföt eða komið einhverjum öðrum skilaboðum beint til foreldra. Sjá má matseðil mánaðarins og viðburðadagatal deildarinnar í appinu.

Heimasíðu Andabæjar má nálgast hér:

http://andabaer.leikskolinn.is/

Heimasíðu Hnoðrabóls má nálgast hér:

http://hnodrabol.leikskolinn.is/

Heimasíðu Klettaborgar má nálgast hér:

http://klettaborg.leikskolinn.is/

Heimasíðu Ugluklettar má nálgast hér:

http://ugluklettur.leikskolinn.is/

Einnig er leikskólinn Hraunborg sem rekinn er af Hjallastefnunni með heimasíðu sem nálgast má hér:

http://hraunborg.hjalli.is/

 


Share: