Samkvæmt íbúakönnun Gallup, sem var framkvæmd í nóvember og desember á sl. ári hefur ánægja íbúanna með þjónustu sveitarfélagsins í mörgun tilvikum vaxið milli áranna 2016 og 2017. Borgarbyggð keypti niðurstöður íbúakönnunar Gallup sem gerðar voru í nóvember og desember 2017. Alls komu 167 svör úr Borgarbyggð. Án þess að það liggi nákvæmlega fyrir þá skiptast svarendur nálægt því til …
Skólanámskrá Andabæjar
Skólanámskrá Andabæjar var fyrst gefin út árið 2005, endurskoðuð 2009 og var aftur í lok ársins 2017. Við gerð skólanámskrár var unnið í hópum á skipulagsdögum starfsfólks þar sem unnið var með ýmsa þætti. Það er starfsfólks Andabæjar að skólanámskráin styðji við starfið og verði góður leiðarvísir um markvisst leikskólastarf sem einkennist af leik, gleði og vináttu og verði í …
Snjómokstur í gær þann 18. Janúar
Eins og flestir hafa tekið eftir hófst snjómokstur í þéttbýlinu í Borgarbyggð heldur seinna en ástæða var til í gærmorgun en töluvert hafði snjóað við fótaferðartíma. Rétt er að skýra frá ástæðu þess að svo var. Ekki hafði verið gert ráð fyrir snjókomu í veðurspám fyrir nóttina og því kom hún starfsmönnum í opna skjöldu. Það gerist ekki oft. Starfsmenn …
Leiðin að bættri heilsu
Logi Geirsson fyrrum handboltamaður hélt fyrirlestur um markmiðasetningu og hreyfingu í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 18.1. Hann fjallaði um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Fjölmenni var á fundinum sem hófst á því að Logi sagði frá reynslu sinni af markmiðasetningu og að leiðin að settum markmiðum hafi falist í mikilli vinnu. Einnig …
Lengdur opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum
Á Kleppjárnsreykjum er 25. metra útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu. Sundlaugin er tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi. Opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er sem hér segir frá og með 18. janúar 2018 Alla virka daga frá kl. 8:00-16:00 Fimmtudagskvöld frá kl.19:00-22:00 Sunnudaga frá kl. 13:00-18:00 Sund er án efa …
Markmiðasetning og hreyfing
Leiðin að bættri heilsu Markmiðssetning og hreyfing janúar kl. 20:00 í Hjálmakletti Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Leiðbeinandi: Logi Geirsson Logi Geirsson er einkaþjálfari, viðskiptafræðingur og fyrrum handboltamaður. Hann hefur náð miklum árangri en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari og Evrópumeistari félagsliða í handbolta, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og …
Tímabundið starf slökkviliðsstjóra
Auglýst er eftir slökkviliðsstjóra til tímabundinna starfa fyrir Borgarbyggð Borgarbyggð óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra til starfa tímabundið í sex mánuði vegna forfalla. Um er að ræða afleysingastarf sem felst í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins. Slökkviliðsstjóri stjórnar og ber daglega ábyrgð á Slökkviliði Borgarbyggðar og aðstoðarslökkviliðsstjóri í forföllum hans. Hann ber ábyrgð á að starfsemin sé í …
Framlengdur umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingasjóðs.
Framlengdur umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingasjóðs. JANÚAR, 2018 Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingasjóðs til miðnættis sunnudagsins 21. Janúar .n.k. vegna innleiðingar á nýju umsóknarkerfi. Upplýsingar varðandi styrkina veita Ölöf S: 898.0247 Ólafur S: 892.3208 og Elísabet S: 892.5290 https://soknaraaetlun.is/
Guðrún Bjarnadóttir fjallar um jurtalitun
Á morgun, fimmtudaginn 18. janúar flytur Guðrún Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi, um jurtalitun. Guðrún er náttúrufræðingur og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í jurtalitun og miðlun upplýsinga um hana. Hún kennir grasafræði við Landbúnaðarháskólann, en hennar aðalstarf er að reka jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið þar sem hún jurtalitar íslenska ull og tekur á móti gestum og fræðir um litunaraðferðir. Í fyrirlestrinum …
Frá Klettaborg – ný heimasíða
Í dag kl. 15 var opnað fyrir Karellen leikskólakerfið og nýja heimasíðu leikskólans. Allir söfnuðust saman í salnum og það voru elsta og yngsta barn leikskólans, þau Gabríel Örn og Valdís Lilja, sem sáu um að virkja heimasíðuna og senda tölvupóst til foreldra með nánari upplýsingum. Að því loknu var söngstund og svo opið hús til kl. 16.00.