Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

maí 2, 2018
Featured image for “Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi”

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi m.a. í teymiskennslu og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Skólinn vinnur eftir hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar.

Leitað er eftir íslenskukennara á unglingastigi með umsjón sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum frá 1. ágúst 2018.

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.
  • Lausnamiðuð vinnubrögð og góð íslenskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til 16. maí 2018

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519


Share: