Þar sem mikil hálka og erfiðar aðstæður eru hjá þeim sem sjá um sorphirðu í sveitarfélagin gæti sorphirða dregist eitthvað vegna þess.
Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð – Kynningarfundur
Fimmtudaginn 4. janúar, kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð, verður haldinn annar kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 60+ Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.
Snjómokstur
Snjó hefur kyngt niður í Borgarbyggð sem og víðar á landinu og þá er gott ráð að kynna sér upplýsingar um snjómokstur hér á heimasíðu sveitarfélagsins 🗻⛷ Á forsíðunni er hnappur er færir ykkur á sérstaka upplýsingasíðu.
Jólakveðja frá Borgarbyggð
Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar
Opnunartími Íþróttamannvirkja jól og áramót 2023
Jól og áramót 2023 í sundlaugum Borgarbyggðar Sundlaugin í Borgarnesi Þorláksmessa 23. des opið frá kl 09:00-18:00 Aðfangadagur 24. des opið frá 09:00-12:00 Jóladagur 25. des lokað Annar í jólum 26.des lokað Gamlársdag 31. des opið 09:00-12:00 Nýársdag 1. janúar 2023 lokað Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Lokuð yfir veturinn Sundlaugin á Varmalandi Lokuð yfir veturinn
Jól á Borgarfjarðarbrú
Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól. Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson
Skautasvell í Skallagrímsgarði
Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru …
Tilkynning frá Rarik
Fyrirhuguðum aðgerðum að Túngötu Hvanneyri er frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
247. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar og er hann nr. 247. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 21. desember nk. í ráðhúsi Borgarbyggðar (3.hæð) og hefst kl. 11. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 247
Þorláksmessa í Safnahúsi Borgarfjarðar
Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu. Boðið verður upp á aðstoð við að pakka inn jólagjöfum og notalega samveru. Klukkan 13.00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi og leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á samt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól. Opið er frá …