Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun. Í janúar á næsta ári stendur íbúum …
Kynningarfundur á fjölþættri heilsueflingu 60 ára og eldri í Borgarbyggð
Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla …
Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2024
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning. Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar: …
Aðventuhátíð Borgarbyggðar
Fyrsti sunnudagur í aðventu var um helgina og af því tilefni voru ljósin tendruð á jólatrénu í Skallagrímsgarði. Fjölbreytt dagskrá var fyrir alla fjölskylduna og fjöldi gesta lagði leið sína í Safnahúsið og Skallagrímsgarð. Dagskráin byrjaði með jólastund í Safnahúsi Borgarbyggðar þar sem boðið var uppá jólaföndur, litla jólasýningin var opnuð og Katla Njálsdóttir söng- og leikkona hélt uppi léttri …
Unnið að lagfæringu á lýsingu á Borgarbraut
Fyrir skömmu gerðist það að vegna viðgerða á Borgarbraut urðu spennubreytingar á ljósastaurum á hluta Borgarbrautar, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu sem leiddi til þess að lampar sprungu í ljósastaurum. Verkið er í höndum RARIK. Lagfæringum lauk að mestu daginn eftir en því miður er lýsing ekki komin í samt lag að fullu, sérstaklega á Borgarbraut. Nýjir lampar komu í gær og …
„Litla stúlkan með eldspýturnar“ í Borgarneskirkju
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni. Á haustönninni hafa …
Fura ehf. styrkir verkefnið Samhugur í Borgarbyggð
Í haust var samið við Furu ehf. til söfnunar á brotajárni í sveitarfélaginu. Í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu enda styttist í hátíðirnar sem eru oft á tíð sumum erfiðar. En það verkefni …
Fjölmennt á fræðsluerindi
Fjölmennt var á fræðsluerindinu sem stýrihópur um forvarnir, heilsueflinu og barnvænt sveitarfélag stóð fyrir um „Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt“ með Önnu Steinsen. Fundurinn fór fram í Hjálmakletti þann 28.nóvember sl. Fræðsluerindinu var einnig streymt og voru margir sem nýttu sér það. Streymið verður opið í viku eða til 5.desember n.k á vefslóðinni https://youtube.com/live/WUVb00GV6u4
Gjaldskrá urðunarstaðs við Bjarnhóla
Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla: 4. gr. Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjaldskrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðangreind verð miða …
Rafmagnsleysi í Flókadal 29.11.2023
Rafmagnslaust verður í Flókadal frá Hrísum að Varmalæk 29.11.2023 frá kl 11:00 til kl 14:00 Vegna vinnu við dreifikerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof