
Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason.
Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að rúma löggiltan handbolta- og körfuboltavöll, ásamt þremur minni körfuboltavöllum á skammveginn.
Nýi salurinn muni rísa austan við íþróttamiðstöðina og hefur Borgarbyggð af því tilefni keypt einbýlishúsið að Þorsteinsgötu 5 og verður húsið rifið í tengslum við framkvæmdina.