Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

mars 21, 2025
Featured image for “Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð”

Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár.

Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku og kveðja Ingunni föstudaginn 28. mars kl. 11-13.
Við þökkum Ingunni innilega fyrir sín störf hjá Borgarbyggð í gegnum tíðina.

 


Kristinn Ó. Sigmundsson


Share: