Ákveðið var að endurskoða stefnu Borgarbyggðar í málefnum eldri borgara frá árinu 2013 og var stýrihópur myndaður um verkefnið. Hópurinn studdist við stefnumótun í þjónustu við aldraða sem unnin var af SSV árið 2011. Einnig tók hann mið af skýrslu vinnuhóps um þjónustu við aldraða í Borgarbyggð frá því í apríl 2013 til ársins 2016. Að auki var tekið mið …
Skýrsla vinnuhóps um safnamál – upplýsingafundur
Borgarbyggð boðar til opins kynningar – og upplýsingarfundar um skýrslu vinnuhóps um safnamál í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hjálmakletti og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður skýrslan kynnt, sem og þær hugmyndir sem að baki liggja. Frummælendur verða m.a. Sigurjón Þórðarson ráðgjafi frá Nolta, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Steinþór Kári Kárason arkitekt …
Laust starf í Klettaborg – matráður
Matráður óskast í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða 93,75% stöðu sem felst í umsjón með mötuneyti leikskólans. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur. Helstu verkefni eru að: útbúa og framreiða mat í matar- og kaffitímum frágangur og þrif …
Samningar um ljósleiðaravæðingu
Í síðustu viku skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram í ráðuneytinu. Samtals fá sveitarfélögin 24 styrki að upphæð 450 milljónir króna og fá þau á bilinu 2 til 74 milljónir króna …
Sumarstörf við sundlaugina í Borgarnesi
Konur óskast til starfa við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst. Helstu verkefni: Öryggisgæsla. Afgreiðslustörf. Aðstoð við viðskiptavini. Þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Standast hæfnispróf sundstaða. Með góða þjónustulund. Vinnufyrirkomulag: 100% starf sem unnið er í vaktavinnu. Unnið …
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2017
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 27. mars sl. Helstu niðurstöðutölur ársreiknings eru þær að veltufé frá rekstri í A-hluta sveitarsjóðs eru 508,3 m.kr og 536,6 m.kr. hjá samstæðunni (A-hluta sveitarsjóðs ásamt B-hluta fyrirtækjum). Það eru því sem næst sömu fjárhæðir og á árinu 2016. Langtímalán eru greidd niður um 237 …
Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB
Á sambandsþingi UMSB voru sjö aðilar sem fengu úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB. Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Þeir Arnar Smári Bjarnason, Sigurður Aron Þorsteinsson og Marinó Pálmason náðu ekki að koma þar sem þeir voru að keppa í körfuknattleik á sama tíma og þingið var. Aðrir …
Aukafundur sveitarstjórnar – fundur nr. 168.
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ – aukafundur FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar þriðjudaginn 27. mars 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Ársreikningur Borgarbyggðar 2017 – fyrri umræða. Fundargerð sveitarstjórnar 8.3. (167) Fundargerðir byggðarráðs 15.3, 22.3. (445, 446) Fundargerð fræðslunefndar 13.3. (167) Fundargerð umhverfis – skipulags – og …
Sumarstörf hjá Borgarbyggð – 2018
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2018 Flokkstjórar Vinnuskólans Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum Leiðbeina unglingum í leik og starfi Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Á Bifröst Í Reykholti Í Borgarnesi Leiðbeinendur Sumarfjörs Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón og undirbúningur í …
Ferðalag starfsmanna Öldunnar
Starfsfólk og leiðbeinendur Öldunnar lögðu land undir fót þriðjudaginn 13. Mars sl. Haldið var í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi og á vinnustofuna Viss á Selfossi. Tekið var vel á móti hópnum í Sólheimum og fékk hann leiðsögn um staðinn, og borðaði síðan með fólkinu á staðnum í hádeginu. Eftir hádegismat voru vinnustofurnar skoðaðar en þar er metnaðarfull starfsemi og …