Laust starf – Sérkennslustjóri í Andabæ

júlí 3, 2018
Featured image for “Laust starf – Sérkennslustjóri í Andabæ”

Leikskólinn Andabær Hvanneyri auglýsir stöðu sérkennslustjóra lausa til umsóknar.

Um er að ræða 50% stöðu sérkennslustjóra og 50% staða sérkennara.

Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Reynsla af sérkennslu
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta.

 

Starfslýsing sérkennslustjóra:

http://ki.is/kjaramal/kaup-kjor/kjarasamningar/felag-leikskolakennara#sérkennslustjóri

Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri, asta@borgarbyggd.is Einnig er hægt að hafa samband í s: 433 7170/8464341

 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 22. Júlí 2018

Umsóknir skulu sendar rafrænt á  andabaer@borgarbyggd.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.


Share: