Hátíðarhöld í Borgarbyggð

júní 18, 2018
Featured image for “Hátíðarhöld í Borgarbyggð”

Fjölmenni var á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní víðs vegar um Borgarbyggð.

Í Borgarnesi var íþróttahátíð á Skallagrímsvelli fyrir hádegi, sundlaugin opin og pylsusala. Þangað mættu íbúar Latabæjar og héldu uppi fjöri.

Eftir hádegi var skrúðganga og hátíðar- og skemmtudagskrá í Skallagrímsgarði. Auk hátíðarræðu Lilju Bjargar Ágústsdóttir og ávarpi fjallkonunnar voru flutt tónlistar- og dansatriði.

Á Hvanneyri stóð UMF Íslendingur fyrir hátíðarhöldum og í Reykholtsdal var riðið til hátíðarmessu og boðið uppá hangikjötsveislu og hátíðardagskrá í Logalandi.

Í Lindartungu kom fólk saman og skemmti sér og í Lundarreykjadal fór fram bátakeppni og kvöldgrill.

 


Share: