Íþróttamót á Hnoðrabóli

Hreyfivika UMFÍ er í fullum gangi og af því tilefni var haldið íþróttamót á Hnoðrabóli í morgun, fimmtudaginn 31. maí. Börnin spreyttu sig á nokkrum íþróttagreinum og þrautabraut.  Þau tóku öll þátt á sínum forsendum þar sem leikgleðin réði ríkjum og fengu þau viðurkenningu fyrir þátttöku. Slík mót hafa verið haldin á Hnoðrabóli frá því að hreyfivikna hófst fyrir nokkrum …

Betri bekkjarbragur – verkefni í grunnskólum Borgarbyggðar

Styrkur hefur fengist frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að standa að verkefni um betri bekkjarbrag í grunnskólum Borgarbyggðar veturinn 2018-2019. Verkefnið felst í fræðslu, umræðum og mótun betri bekkjarbrags í öllum bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar. Það verður gert með því að nýta starfsdaga, foreldrafundi og kennarafundi í umræður og fræðslu um hvað stuðlar að góðum bekkjarbrag og þar með góðum og jákvæðum …

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26.05.2018

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26.05.2018 Á kjörskrá voru 2.635 Atkvæði greiddu 1.916 sem gerir 72,7% kjörsókn Atkvæði féllu þannig. B-listi Framsóknarflokks   642 atkvæði (33,51%) og 4 menn kjörna D-listi Sjálfstæðisflokks     473 atkvæði (24,69%) og 2 menn kjörna S-listi Samfylkingarinnar og óháðra   249 atkvæði (13,00%) og 1 mann kjörinn V-listi Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð   411 atkvæði (21,45%) og 2 menn kjörna …

Hvatning v. kosninga

Hafðu áhrif nærsamfélagið þitt og taktu þátt í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk. Að hafa rétt til þess að kjósa er ekki sjálfsagt – virðum kosningaréttinn. Mundu að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk. English Have an effect on your local community by voting in the municipal elections on 26 May. We are fortunate to be able to vote – let’s …

Deiliskipulag í Einkunnum

Skipulagsstofnun hefur heimilað sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa deiliskipulag fólkvangsins Einkunna í Stjórnartíðindum. Áætlað er að auglýsingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 7. júní og þar með öðlast skipulagið lagalegt gildi. Auglýsing um friðlýsingu Einkunna var staðfest af ráðherra 20. júní 2017, skv. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Með þessu er rekinn endahnútur á skipulagsferlið sem hefur verið verið  í gangi um …

Öryggisstefna Borgarbyggðar

Á fundi sveitarstjórnar 14. apríl s.l. var samþykkt öryggisstefna fyrir Borgarbyggð. Tekur hún til allra gagna sem vistaðar eru í upplýsingakerfum sveitarfélagsins sem og prentaðra gagna. Framundan er upptaka evrópskrar persónuverndarlöggjafar sem gengur í gildi í Evrópu í dag en hefur ekki enn hlotið lagagildi hér. Er öryggisstefnan því hluti af undirbúningi þess að þessar reglur verði lögfestar hér á …

Flokkun úrgangs í sumarhúsahverfum

Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma endurvinnslugámum fyrir við stærstu sumarhúsahverfin þar sem aðstaða er til staðar. Um er að ræða ílát fyrir hefðbundinn endurvinnsluúrgang frá heimilishaldi s.s. pappír,plast, ál og pappa, eða „grænu tunnuna“. Upplýsingar um hvað ber að flokka í þetta græna ílát og leiðbeiningar má sjá hér. Þá eru leiðbeiningar á gámunum sjálfum. Handbók …

Skilaboð v. póstlista

NÝ LÖGGJÖF UM PERSÓNUVERND TEKIN UPP  Í EVRÓPU ÞANN MAÍ 2018 OG ÖÐLAST GILDI Á íSLANDI Í SUMAR. Þú ert skráð/ur á póstlista okkar vegna frétta aðildar þinnar að heimasíðu Borgarbyggðar. Allir sem skráðir eru á póstlistann hafa skráð sig þar sjálfir og óskað með þeim hætti eftir að fá fréttir og aðrar tilkynningar sendar um starfsemi sveitarfélagins. Í dag, …

Vellíðan og Vinátta í Uglukletti

Leikskólinn Ugluklettur hefur fengi úthlutað styrk úr Sprotasjóði fyrir verkefnið Vellíðan og Vinátta í skólasamfélagi.  Árið 2013 varð Ugluklettur tilraunaleikskóli fyrir verkefnið Vinátta – fri for mobberi á vegum Barnaheilla og hefur gefist vel að nýta efni verkefnisins í sérstökum stundum en nú er áætlað að taka verkefnið skrefinu lengra og flétta það inn í allt daglegt starf leikskólans.  Ætlunin …

Laust starf í Uglukletti

OKKUR Í  LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% starf  Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakennara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið …