
Lokið er við að endurnýja gerfigrasið á íþróttavellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Þetta gras er annarrar gerðar en það sem fyrir var og betra í alla staði. Ekki er lengur notast við gúmmíkurl til að mýkja völlinn heldur er núna notaður fínn sandur. Kurlið hættir því að berast inn á heimili barnafjölskyldna í Borgarnesi, væntanlega öllum til léttis.