Leikskólinn Andabær Hvanneyri auglýsir stöðu sérkennslustjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu sérkennslustjóra og 50% staða sérkennara. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Helstu verkefni og ábyrgð: Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt …
Verndarsvæði búsvæðis fugla í Andakíl
Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Borgarbyggðar, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og landeigenda unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Tillaga að áætluninni er hér með lögð fram til kynningar. Verndarsvæðið í Andakíl var friðlýst sem búsvæði blesgæsa árið 2002 en var stækkað árið 2011 og er nú friðlýst sem búsvæði fugla samkvæmt auglýsingu …
Leiðtogadagur í Uglukletti
Fimmtudaginn 14. júní var leiðtogadagur í Uglukletti. Í ár var hann með þeim hætti að auk þess að rækta andann og efla okkur sjálf, ræktuðum við garðinn okkar. Markmiðið með leiðtogadeginum var að efla börnin og gefa þeim tækifæri til þess að nýta þá reynslu sem þau hafa öðlast í verki. Börnin skipulögðu daginn sjálf, með hjálp starfsfólks og mis …
Hátíðarhöld í Borgarbyggð
Fjölmenni var á hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní víðs vegar um Borgarbyggð. Í Borgarnesi var íþróttahátíð á Skallagrímsvelli fyrir hádegi, sundlaugin opin og pylsusala. Þangað mættu íbúar Latabæjar og héldu uppi fjöri. Eftir hádegi var skrúðganga og hátíðar- og skemmtudagskrá í Skallagrímsgarði. Auk hátíðarræðu Lilju Bjargar Ágústsdóttir og ávarpi fjallkonunnar voru flutt tónlistar- og dansatriði. Á Hvanneyri stóð UMF …
Sumarhátíð í Klettaborg
Í dag er árleg sumarhátíð í Klettaborg. Hátíðin er að þessu sinni með Íslandsþema vegna HM í fótbolta og 17. júní á sunnudaginn – mikið fjör og gaman.
Málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar
Á 172. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 13. júní sl. var lagður fram málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hér má nálgast málefnasamninginn.
Sýn deildarstjóra og mæðra á verkefnið Leiðtoginn í mér í leikskólum Borgarbyggðar
Leikskólakennararnir Aðalheiður Kristjánsdóttir í Andabæ og Dagný Vilhjálmsdóttir á Hnoðrabóli kynntu M.Ed. rannsóknir sínar fyrir stjórnendum leikskóla og fulltrúum Franklin Covey á Íslandi í Hjálmakletti miðvikudaginn 13. júní sl. við góðar undirtektir. Markmið rannsóknar Dagnýjar var að skoða hvaða sýn deildarstjórar, sem starfa í leikskólum og vinna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér, hafa á forystu (e. leadership) og forystuhlutverk …
Starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum
Starfsmaður óskast 100% starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. september. Um er að ræða framtíðarstarf. Vinnutími er frá 8:00-16:00 alla virka daga Helstu verkefni: Öryggisgæsla. Afgreiðslustörf. Gæsla í klefum á skólatíma Aðstoð við viðskiptavini. Þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Standast hæfnispróf sundstaða. Með góða þjónustulund. Umsóknafrestur er til 1. júlí 2018 Nánari upplýsingar veitir …
Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar
Í dag, miðvikudaginn 13.6. hélt nýkjörin sveitarstjórn sinn fyrsta fund. Þar var m.a. kosið í helstu trúnaðarstörf. Forseti sveitarstjórnar var kjörin Lilja Björg Ágústdóttir, fyrsti varaforseti Magnús Smári Snorrason og annar varaforseti Finnbogi Leifsson. Í byggðarráð voru kjörin Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústdóttir og Guðveig Eyglóardóttir. Áheyrnarfulltrúi er Magnús Smári Snorrason. Ennfremur var m.a. kosið í fastanefndir sveitarfélagsins. Fundargerð …
Laust starf sérkennslustjóra á Hnoðrabóli.
SÉRKENNSLUSTJÓRI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Okkur vantar sérkennslustjóra í 50% starf og í sérkennslu í 50% starf. Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 barn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir sérkennslustjóra sem getur hafið störf í ágúst 2018. Helstu …