Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum heimsótti Borgarbyggð með sýninguna “Sögustund” í boði Þjóðleikhússins sl. mánudag. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd hefur ferðast með um allan heim. Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist. …
Nýtt gervigras á sparkvöllinn við Grunnskólann í Borgarnesi
Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur á sparkvellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Fyrirtækið Altís var með lægsta tilboðið í verkið og Peter Winkel Jessen, verkfræðingur hjá SportVerk og sérfræðingur í íþróttamannvirkjum, hefur verið ráðgjafi Borgarbyggðar við framkvæmdina. Um síðastliðna helgi var gamla grasteppið tekið af vellinum og á mánudaginn var lagður 20 mm SBR gúmmípúði sem er vandaðari útfærsla en …
Fjárréttir 2018
Dagsetningar fjárrétta í Borgarbyggð árið 2018 liggja nú fyrir og má sjá upplýsingar hér.
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala 2018 – 2022
Eftirfarandi aðilar skipa Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala kjörtímabilið 2018-2022. Aðalmenn: Lilja Björg Ágústsdóttir formaður, Sonja Lind Eyglóardóttir, Friðrik Aspelund, Þorkell Cýrusson og Hjördís Stefánsdóttir. Varamenn: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Logi Sigurðsson, Ragnheiður Pálsdóttir og Helgi Pétur Ottesen.
Lífleg vetrardagskrá í Safnahúsi hafin
Vetrardagskrá er nú hafin í Safnahúsi Borgarfjarðar og hófst hún með opnun myndlistarsýningar Steinunnar Steinarsdóttur um síðustu helgi. Fékk sýningin afar góðar viðtökur á opnunardeginum og er vænst til góðarar aðsóknar að henni fram að sýningarlokum, 26. október. Heiti sýningarinnar er „Saga“ og efniviður hennar er íslensk ull. Næsti viðburður í húsinu er fyrirlestur Sigrúnar Elíasdóttur um fantasíur og furður …
Sameiginleg æfing slökkviliðs
Laugardaginn 1. sept var haldinn sameiginleg æfing hjá öllum slökkviliðsstöðvum í Borgarbyggð. Byrjaði æfingin kl 09:30 á fyrirlestrum og ýmsum fróðleik og fór fram í salnum hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar Þar komu Jón Pétursson og Eggert S. Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og héldu fyrirlestra ásamt Heiðari Erni frá Brunarvörnum Árnessýslu sem er nú gamall félagi, einnig kom Sigurður …
Tilkynning frá meirihluta sveitarstjórnar
Í ljósi fréttflutnings varðandi málefni aðila að Borgarbraut 55 sendir meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar frá sér eftirfarandi tilkynningu. Það er vilji meirihluta sveitastjórnar að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi. Í ljósi hennar ákvað meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar að fá lögfræðilegt álit til að geta tekið faglega og upplýsta afstöðu í áframhaldandi samningaviðræðum. Í …
Umhverfisviðurkenningar 2018
Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera Borgarbyggð að sveitarfélagi með snyrtilega ásýnd. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2018 í eftirfarandi fjórum flokkum: Snyrtilegasta bændabýlið Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver …
Steinunn sýnir í Safnahúsi
Laugardaginn 1. september kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi. Það er Steinunn Steinarsdóttir sem sýnir þar ullarmyndverk og hverfist sýningin um ýmis form sögu, eins og heiti hennar gefur til kynna. Verkefnið tengist líka sagnaheimi Safnahúss á ýmsan hátt. Steinunn segir svo um sýninguna: „Ævintýri, sögur og annar fróðleikur hafa verið mér hugleikin frá barnsaldri og ég hef …
Komdu og prófaðu!
Þann 30. ágúst kl:16-18 verður kynningadagur á þeim íþróttum sem eru í boði innan UMSB. Kynning verður á skipulögðum æfingum og starfi í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Hægt er að ganga á milli og kynna sér það sem er í boði og prófa mismunandi greinar. Á svæðinu verður um leið hægt að fá upplýsingar um þjálfara hjá félagi/deild, æfingatíma, kostnað o.fl. …







