Í gær, þriðjudag, var Grænfánanum flaggað í níunda sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild er fyrsti skólinn til þess að flagga í níunda sinn. Jóhanna kom frá Landvernd og afhenti umhverfisnefnd Hvanneyrardeildar nýjan Grænfána til þess að flagga. Foreldrar voru viðstaddir athöfnina og að henni lokinni var opnaður Flóamarkaður þar sem nemendur seldu fjölbreyttan varning og mun ágóðinn af honum fara til góðgerðarmála. Nemendur seldu einnig vöfflur með sultu og rjóma til styrktar nemendasjóði.