Blær vináttubangsi kom úr sumarfríi á miðvikudaginn. Það var Darri Atlason flugmaður og pabbi Daða á Ólátagarði sem „kom með Blæ í flugvél“ alla leið frá Ástralíu, að auki fengu ný börn á Kattholti og Sjónarhóli lítinn Blæ til eignar sem þau munu geyma hér og nota í leikskólastarfinu. Börnin á báðum deildum fengu kort með heim til að kynna …
Frétt um almannavarnarnefnd
Almannavarnanefnd Vesturlands kom saman föstudaginn 31. ágúst sl. í Borgarnesi. Fundurinn var fyrsti fundur sameinaðrar almannavarnarnefndar, en áður voru almannavarnanefndir þrjár á Vesturlandi. Nefndina skipa oddvitar, sveitar- og bæjarstjórar sveitarfélaganna á Vesturlandi auk lögreglustjóra Vesturlands, yfirlögregluþjóns og slökkviliðsstjóra. Á fundinum var Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, kosinn formaður nefndarinnar og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, varaformaður. Á fundinum var rætt …
175. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 13. September 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 5.7. (174) Fundargerðir byggðarráðs 30.8. , 6.9. (460, 461) Fundargerð velferðarnefndar 31.8. (85) Fundargerð umhverfis – skipulags …
Samningur um gatnagerð
Í morgun var undirritaður verksamningur milli Borgarverks ehf annars vegar, og Borgarbyggðar, Veitna ohf, Rarik ohf, Mílu ehf og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf hins vegar, um gatnagerð og tilheyrandi lagnakerfi í nýrri götu, Rjúpuflöt á Hvanneyri. Hér er um fyrsta samninginn að ræða sem gerður er um gatnagerð hér í sveitarfélaginu frá því fyrir hrun. Markar hann því nokkur tímamót. Myndin …
Útboð ljósleiðara
Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd Ljósleiðara Borgarbyggðar, kt. 550318-1560, eftir tilboðum í lagningu ljósleiðararöra, niðursetningu brunna, uppsetningu tengiskápa, blástur og/eða ídrátt ljósleiðarastrengja ásamt tengingum blástursröra og ljósleiðara í Borgarbyggð. Tilboðsfrestur er til 9. október n.k. Tengistaðir, sem eru styrkhæfir úr Fjarskiptasjóði, verða samtals rúmlega 500. Um er að ræða stærsta einstaka verkefni í lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Lagning …
Leikskólakennarar miðla þekkingu
Tveir leikskólakennarar kynntu stjórnendum leikskóla lokaverkefni sín í meistaranámi. Margrét Halldóra Gísladóttir fjallaði um meistaraverkefni sitt sem ber titilinn „Það eiga allir rétt á að vera hluti af hópi“ um skólastefnuna skóli án aðgreiningar og hvernig orðræða fjögurra deildarstjóra í leikskólum birtist gagnvart henni. Einnig voru skólanámskrár leikskólanna þar sem deildarstjórarnir starfa skoðaðar og kannað hvernig skólastefnan skóli án aðgreiningar …
Sögustund í Hjálmakletti
Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum heimsótti Borgarbyggð með sýninguna “Sögustund” í boði Þjóðleikhússins sl. mánudag. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd hefur ferðast með um allan heim. Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist. …
Nýtt gervigras á sparkvöllinn við Grunnskólann í Borgarnesi
Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur á sparkvellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Fyrirtækið Altís var með lægsta tilboðið í verkið og Peter Winkel Jessen, verkfræðingur hjá SportVerk og sérfræðingur í íþróttamannvirkjum, hefur verið ráðgjafi Borgarbyggðar við framkvæmdina. Um síðastliðna helgi var gamla grasteppið tekið af vellinum og á mánudaginn var lagður 20 mm SBR gúmmípúði sem er vandaðari útfærsla en …
Fjárréttir 2018
Dagsetningar fjárrétta í Borgarbyggð árið 2018 liggja nú fyrir og má sjá upplýsingar hér.