Markmið sett á nýju ári

janúar 9, 2019
Featured image for “Markmið sett á nýju ári”

Sem lið í heilsueflandi samfélagi hvetur Borgarbyggð íbúa til að hefja nýtt ár með fyrirheitum um heilsusamlegt líferni. Fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 20:00 mun Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari og næringarfræðingur flytja fyrirlestur í Hjálmakletti um að setja sér raunhæf markmið í næringu og hreyfingu á nýju ári.

Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa sem er alhliða handbók fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaíþróttinni.

Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2019


Share: