Laus lóð – Berugata 1-3

janúar 9, 2019
Featured image for “Laus lóð – Berugata 1-3”

Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar nýstofnaða lóð við Berugötu í Borgarnesi, Berugötu 1-3, sem samþykkt var að stofna á fundi sveitarstjórnar þann 13. des. s.l. Um úthlutun hennar fer skv. reglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða. Reglurnar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is ásamt uppdrætti af lóðinni (undir lausar lóðir) . Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2019 og verður henni úthlutað, hafi umsóknir borist, á fundi  byggðarráðs þann 31. janúar 2019.

Lóðablað fyrir Berugötu 1-3.

Upplýsingar veitir Ragnar Frank Kristjánsson netf. ragnar@borgarbyggd.is eða í s: 433-7100

Sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs.


Share: