Ljósleiðarasamningur

Föstudaginn 16. nóvember var skrifað undir samning milli SH leiðarans ehf og Borgarbyggðar hjá Ríkiskaupum um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar. SH leiðarinn bauð lægst í verkið en alls bárust þrjú tilboð í það. Tilboð SH leiðarans hljóðaði upp á 774.861.244.- kr. Verkið er stærsta einstaka verkefni um lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Það mun skýrast á næstu vikum …

Námskeið fyrir foreldra barna í Andabæ

Foreldrar í Andabæ sóttu námskeið hjá Lindu Hrönn Þórisdóttur frá Barnaheill um verkefnið Vinátta (Fri for Mobberi) þann 19. nóvember sl. Verkefnið Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða …

Sundlaugin í Borgarnesi lokuð

Sundlaugin í Borgarnesi er lokuð frá kl. 15 – 22 í dag vegna bilunar. Vonir standa til þess að hún opni á venjulegum tíma á morgun.

Rýmingaræfing á Hraunborg

Fimmtudaginn 15.  nóv. var haldin viðamikil rýmingaræfing á leikskólanum Hraunborg, slökkviliðsmenn á Bifröst fengu óundirbúin boð um að reykur væri í eldhúsi og eldhúsálmu skólans og rýming barna úr húsnæðinu stæði yfir. Börnin voru svo flutt eftir að þau höfðu yfirgefið skólahúsnæðið út um neyðarútganga og björgunarop, niður í Hriflu samkomusal Háskólans á Bifröst þar sem tekið var á móti …

Miðnes – skipulagsauglýsingar

Borgarbyggð hefur auglýst tillögur til breytinga á aðal – og deiliskipulagi s.k. Miðness í Borgarnesi. Er auglýsinguna og uppdrætti að finna undir skipulagsmál á eftirfarandi slóð. https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/

Ljóð um Jónas

Safnahús hefur sett á heimasíðu sína ljóð eftir Snorra Hjartarson í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Kvæðið er ort með vísun í arfleifð Jónasar Hallgrímssonar og ber nafn hans. Snorri Hjartarson var fæddur á Hvanneyri og bjó í Borgarfirði fram á unglingsár, á Ytri Skeljabrekku og í Arnarholti. Í ljóðum hans má oft finna litrík og falleg orð og íslensk …

Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018

Við viljum minna á kynningarferð Persónuverndar sem farin verður um landið nú næstu daga. Ný persónuverndarlöggjöf, byggð á reglugerð Evrópusambandsins, tók gildi hérlendis 15. júlí síðastliðinn en löggjöfin markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Af því tilefni heldur Persónuvernd í kynningarherferð um landið þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju löggjöfina. Sérstaklega verður fjallað um það …

Mynduðu hjarta á baráttudegi gegn einelti

Fimmtudagurinn 8 nóvember var árlegur baráttudagur gegn einelti. Í tilefni þess fóru nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi á íþróttavöllinn og mynduðu þar hjarta til að sýna samstöðu í baráttu gegn einelti. Börnin okkar eiga rétt á því að líða vel í skóla. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og …

Fjárhagsáætlun 2019 – fyrri umræða

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn nóvember sl. Þar er lögð fram tillaga til fjárheimilda fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020-2022. A hlutinn í rekstri sveitarfélagsins nefnist sá hluti í starfsemi þess sem annast almenna þjónustu (svo sem fræðslumál, félagsþjónustu, æskulýðs- og íþróttamál og byggingar- og skipulagsmál) sem fjármögnuð er …

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018 Um er að ræða 50% stöðu við Kleppjárnsreykjadeild skólans. Vinnudagurinn er frá 8-16 en og er unnið miðvikudag, fimmtudag og föstudag aðra vikuna og fimmtudag og föstudag hina vikuna. Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða færni í …