Jólasaga lesin í Safnahúsi

Fimmtudaginn 6. desember verður opið til kl. 20.00 í Safnahúsi. Við það tækifæri verður smásagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson lesin milli kl. 18 og 20 og er vonast til að einhverjir eigi leið í Safnahús þetta síðdegi til að hlýða á lesturinn eða hluta úr honum. Aðventa var fyrst lesin í Safnahúsi í fyrra og mæltist vel fyrir. Sagan er …

Skiptifatamarkaður í Andabæ

Foreldrar og starfsfólk í leikskólanum Andabæ hafa safnað fötum sem lið í grænfánaverkefni leikskólans og sett upp skiptifatamarkað.  Verkefnið er gott dæmi um samfélagsverkefni sem gagnast íbúum sveitarfélagsins. Flest barnafólk kannast við það hvernig börn vaxa upp úr fötum sem er nýbúið að kaupa. Skiptifatamarkaðurinn er einnig umhverfisvænn og eykur nýtingu og líftíma fatnaðar. Foreldrar geta komið og fengið föt …

Fræðsla fyrir foreldra

Á morgun fimmtudaginn 6. desember verður foreldrafræðsla á vegum samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð. Fræðslan ber nafnið Fokk me – Fokk you (https://www.facebook.com/fokkyoufokkme/). Fjallað er um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa síðastliðin fjögur ár haldið úti fræðslunni og er hún ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með …

100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað á fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði.

Góð þátttaka var á 100 ára fullveldisafmæli Íslands sem fagnað var með fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði þann 1. desember sl. Eftir ávarp Silju Eyrúnar Steingrímsdóttur, fyrir hönd sveitarstjórnar Borgarbyggðar, flutti Tónlistarskóli Borgarfjarðar lög úr söngleiknum Stúlkan með eldspíturnar sem hópur nemenda hefur unnið að í skólanum. Börn í leikskólum og grunnskólum ásamt Barnakór Borgarness sungu jólalög og ættjarðarsöngva undir stjórn Halldórs …

100 ára fullveldishátíð Íslands – jólaljósin tendruð

100 ára fullveldishátíð Íslands – Upphaf aðventu í Borgarbyggð Fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði – laugardaginn 1. desember 2018 kl. 16:00 – 17:30 Dagskrá: Ávarp sveitarstjórnar Tónlistaratriði – Tónlistarskóla Borgarfjarðar Samsöngur leikskólabarna og grunnskólanemenda ásamt Barnakór Borgarness undir stjórn Halldórs Hólm Frásagnir af fullveldi – horft til framtíðar – Íris Líf Stefánsdóttir og Bergur Eiríksson frá Menntaskóla Borgarfjarðar segja frá Hljómlistarfélagið heldur …

Ungmennaþing á Vesturlandi

Þann 2. – 3. nóvember 2018 fóru 10 ungmenni úr Borgarbyggð á Ungmennaþing Vesturlands sem haldið var á Laugum í Sælingsdal. Ungmennaþingið var það fyrsta sem haldið hefur verið á Vesturlandi en þar vorum saman komin 35 ungmenni úr öllum sveitafélögum vesturlands. Það var þétt dagskrá báða dagana en við fengum bæði fyrirlestra og tókum þátt í allskonar umræðum. Við …

Litla stúlkan með eldspýturnar í Tónlistarskólanum um helgina

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýnir nú um helgina söngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggður er á sögu H. C. Andersens. Tónlistina samdi Keith Strachan. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikstýrir og Theodóra Þorsteinsdóttir sér um tónlistarstjórn. Birna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó og Ólafur Flosason leikur á óbó og trommur. Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Kolfinna Dís Kristjánsdóttir, en alls koma ellefu …

UMSB innleiðir verkefnið SÝNUM KARAKTER

Á fræðslukvöldi UMSB sem var haldið þriðjudaginn 27. nóvember í Hjálmakletti var ,,Sýnum karakter“ formlega innleitt. Viðtökur fóru framar björtustu vonum þar sem fjöldi fólks sýndi verkefninu mikinn áhuga enda voru erindin mjög skemmtileg, áhugaverð og upplýsandi. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri í UMFÍ, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Markús Máni frá Sportabler og Pálmar Ragnarsson voru með frábær erindi. Við …

Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi OR

Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning.  Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan …

Æskulýðsballið 2018

Hið árlega Forvarna- og æskulýðsball fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 8.nóv sl, þetta er í 28. Skiptið sem þessi viðburður er haldinn við góðar undirtektir ungmenna Vesturlands. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Óðal þar sem unglingar á Vesturlandi koma saman og skemmta sér saman þar sem áhersla er lögð á forvarnir og skemmtun án …