Borgarbyggð sýknuð af bótakröfu Húss & Lóða.

Héraðsdómur Vesturlands felldi dóm í máli Húss & Lóða gegn Borgarbyggð mánudaginn 11. Febrúar. Stefnandi, Hús & Lóðir, gerði kröfu um að viðurkennd væri bótaskylda Borgarbyggðar vegna seinkunar framkvæmda við Borgarbraut 57 og 59. Héraðsdómur vísaði frá kröfu stefnanda um að viðurkennd væri bótaskylda Borgarbyggðar. Stefndi, Borgarbyggð, er að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda í málinu skv. dómsorðum Héraðsdóms …

180. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 180. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. febrúar 2019 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 10.1.                                                          (179) Fundargerðir byggðarráðs 17.1, 24.1.,31.1., 7.2.         (476, 477, 478, 479) Fundargerð fræðslunefndar 17.1.                                                        (176) Fundargerð umhverfis – skipulags – og landb.n. 1.2. 13.2.    …

Leiðbeinandi í dósamóttöku Öldunnar í Borgarnesi.

Laust er til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í dósamóttöku Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Aldan starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Við leitum …

Byggingarmál

Byggingarmál – hvaða framkvæmdir teljast byggingarleyfisskyldar? Undanfarið hafa óhefðbundnar húsnæðislausnir verið talsvert áberandi í umræðunni, t.a.m. gestahús, lítil hús á lóð og einnig svokölluð smáhýsi. Fyrir þá sem lítið þekkja til getur verið snúið að átta sig á hvort framkvæmdir sem þessar krefjist byggingarleyfis eða ekki – og hvort þær séu yfirhöfuð leyfðar í skipulagi. Við bendum fólki í framkvæmdahug …

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins 6. Febrúar sl. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.  Samstarfsaðilar um Dag leikskólans …

Áfangastaðaáætlun Vesturlands birt

 Áfangastaðaáætlun Vesturlands hefur verið birt og afhenti Margrét Björk Björnsdóttir, verkefnisstjóri Áfangastaðaáætlunarinnnar, ferðamálastjóra eintak af henni í gær. Sjá nánar í  frétt Ferðamálastofu.

Bættur rekstur – betri afkoma

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“ sem unnið verður í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands. Miðvikudagurinn 13. febrúar Í Kaupfélaginu á Akranesi kl. 13 Í Símenntunarmiðstöðinni, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi kl. 16 Í stjórnsýsluhúsinu í …

Velferðarstefna Vesturlands

Velferðarstefna Vesturlands, sem unnin var á síðastliðnu ári á vegum SSV, liggur nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Umsagnarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um stefnuna á síðasta fundi sínum þann 31. janúar síðastliðinn. Ákveðið var að efna til kynningarfundar fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Páll S. Brynjarsson …

Árstíðirnar fjórar – Vetur, sumar, vor og haust

Árgangur 2006 í grunnskólanum í Borgarnesi vann að gerð ljóðabókar veturinn 2017-2018. Nemendur voru beðnir um að yrkja ljóð um árstíðirnar fjórar og náði verkefnið yfir allan veturinn. Áttu nemendur að fást við mismunandi form og styðjast við bragreglur svo sem ljóðstafi, rím og endurtekningu, allt eftir því sem fengist var við hverju sinni. Úr varð þessi ljóðabók þar sem …

Afleysingarstarf í búsetuþjónustu fatlaðra

Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Umsækjandi þarf að helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur: Guðbjörg Guðmundsdóttir í …