Hvítárbrúarsýning í safnahúsi

Laugardagsopnun verður á Hvítárbrúarsýningunni í Safnahúsinu laugardaginn 2. mars n.k. kl. 13-16. Helgi Bjarnason verður á staðnum og veitir leiðsögn. Helgi átti á sínum tíma frumkvæði að þessu verkefni og annaðist efnisöflun, ritun og val á ljósmyndum fyrir sýninguna. Eru honum þökkuð vönduð og góð störf. Sýningin var opnuð á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember 2018 og aðsóknin hefur …

Kvartlaus mars í Andabæ!

Kvartlaus mars í Andabæ!! Starfsfólk leikskólans Andabæjar á Hvanneyri tekst á við áhugaverða áskorun í mars: VIÐ SKÖPUM OKKAR EIGIN HAMNINGJU! ÞORIR ÞÚ?? Ertu til í smá áskorun? Kvartlausan mars! Starfsfólk Andabæjar ætla að taka kvartlausan mars og er þetta í þriðja sinn sem kvartlaus mánuður er tekinn í Andabæ. Áskorunin felur í sér að hætta að kvarta og baktala. …

Lokun skrifstofu

Vegna upptöku í ráðhúsinu á sjónvarpsþáttum verður skrifstofa Borgarbyggðar lokuð frá kl. 12 föstudaginn 1. mars.

Stuðningsfjölskyldur

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Þeir sem …

Gátan leyst í Ráðhúsinu ?

Efnisveitan Netflix hefur samið við RÚV og framleiðslufyrirtækin Mystery og Truenorth um sýningarrétt á sjónvarpsþáttaröðinni The Valhalla Murders. Er þetta í fyrsta sinn sem Netflix gerir samning um framleiðslu og fjármögnun á leiknum íslenskum sjónvarpsþáttum. Þættirnir verða á íslensku, þrátt fyrir enskan titil, og segja frá því þegar þriðja manneskjan finnst myrt í sömu vikunni og rennur upp fyrir lögreglu …

Verkefni á sviði byggingarfulltrúa

Á skrifstofu byggingarfulltrúa er sjaldnast lognmolla. Verkefnin eru fjöldamörg og dreifð um allt sveitarfélagið. Í Borgarbyggð eru skráð yfir 1.300 sumarhús og mikill fjöldi til viðbótar í byggingu eða unnið að endurbótum þeirra. Auk þess er héraðið blómlegt landbúnaðarsvæði og mikið um nýbyggingar í sveitum eða endurbætur á landbúnaðartengdu húsnæði. Breytingar og endurbætur á húsnæði tengdu ferðaþjónustu hafa einnig verið …

Signý María frá Óðal komst áfram í undankeppni Samfés.

Miðvikudaginn 19.febrúar fóru sextíu vösk ungmenni úr Borgarbyggð til Ólafsvíkur að horfa á undankeppni Vesturlands fyrir söngvakeppni Samfés. Óðal sendi tvö atriði en það voru þau Reynir Jóngeirsson sem tók lagið Draumur um Nínu og svo Signý María Völundardóttir sem söng lagið Make you feel my love með Adele. Signý María komst áfram ásamt tveimur strákum sem sungu frumsamið rapplag …

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig …

Slýdalstjörn til leigu

Borgarbyggð óskar  eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn sem er inn af Hraundal, nálægt Rauðkúlum á afrétti Álfthreppinga í Borgarbyggð. Tjörnin er um 8,7 ha. að stærð og þar hefur verið nokkur silungsveiði. Akvegur er langleiðina að tjörninni og ekið er inn Grenjadal. Tjörnin verður leigð til og með árinu 2023 ef viðunandi tilboð fást. Í tilboði skal koma fram …

Ljósleiðari í Borgarbyggð

Opinn kynningarfundur um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð verður haldinn í Logalandi í Reykholtsdal miðvikudaginn 20. Febrúar n.k. kl. 20:00. Til fundarins mæta Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri og Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Borgarbyggðar við lagningu ljósleiðara. Fundarefni: 1. Kynning á stöðu ljósleiðaraverkefnisins og næstu áfangar 2. Almennar umræður og fyrirspurnir Allir áhugasamir velkomnir. Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri