Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn Leiðbeina starfsfólki …
Afsláttur af gatnagerðargjöldum
Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 2. maí að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsnæði og 100% afslátt af lóðargjöldum til að hvetja til byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Afslátturinn mun gilda allt árið 2019 og kemur því til ívilnunar fyrir þá sem hafa þegar fengið úthlutað á árinu 2019. Afslátturinn tekur til allra lóða sem þegar eru tilbúnar til …
Sölutjöld 17. júní
Opnað hefur verið fyrir umsóknir söluaðila vegna sölutjalda á 17. júní í Skallagrímsgarði. Íþrótta- og æskulýðsfélög í Borgarbyggð sem bjóða upp viðurkennt starf fyrir börn og unglinga geta sótt um að vera með sölutjald á 17. júní í Skallagrímsgarði. Umsókn skal senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is þar sem tilgreindur er sá varningur sem seldur verður. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 20. maí.
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til …
Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild
Laust er til umsóknar starf matráðs við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild tímabundið næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf á starfstíma skólans. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði, árangur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. …
Nýr starfsmaður í Safnahúsi
Nýlega var auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Safnahúsi í stað Halldórs Óla Gunnarssonar sem hætti störfum þar nýverið. Hefur Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið. Hún á að baki fjölbreytt nám og starf og er að ljúka MA námi í safnafræði við Háskóla Íslands, útskrifast með viðbótardiplóma þaðan í vor. Hún er einnig með MFA gráðu frá listaháskólanum Villa Arson …
Hundagerði lokað vegna námskeiðs
Hundagerðið í Borgarnesi verður lokað almenningi, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 18:30 og 19:30 vegna hundanámskeiðs, frá 2.maí til og með 23. maí. Vinsamlega takið tillit til þessa.
Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.
Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir áhugaverðu íbúaþingi mánudaginn 6 maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl.13.00 og mun standa til kl.16.00. Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til …
Stórskemmtilegir tónleikar á sumardaginn fyrsta
Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa nú um nokkurra ára skeið verið með samstarfið „Að vera skáld og skapa“. Að þessu sinni unnu nemendur og kennarar með ljóð Böðvars Guðmundssonar. Safnahúsið útbýr ljóðahefti og nemendur semja tónlisti við ljóð. Endar samvinnan svo ár hvert á tónleikum á sumardaginn fyrsta. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir, flutt voru 20 lög sem voru …