Uppfært: Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest

október 14, 2019
Featured image for “Uppfært: Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest”

Uppfært 14. október 2019

Starfsfólk Veitna vann nú um helgina að prófunum og stillingum á lýsingarbúnaði í vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. Enn er stefnt að því að aflétta tilmælum um suðu á neysluvatni á miðvikudag, 16. október. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu.  Aðrir eiginleikar vatns breytast ekkert við hreinsunina.

Sýni eru tekin daglega í vatnsbólinu og dreifikerfinu og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarstofu, sem bárust í morgun, voru hvorki coli né E.coli gerlar í sýnunum sem tekin voru föstudaginn 11., laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. október. Frekari greining á sýnunum stendur yfir og áfram eru sýni tekin daglega.

Ekki er vitað um uppruna mengunarinnar í vatnsbólunum. Vísindafólk Veitna vinnur í samstarfi við rannsóknarstofur hvorttveggja að því að útiloka möguleika og rannsaka aðra frekar. Slíkar rannsóknir munu taka nokkurn tíma.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á  óþægindum sem viðskiptavinir verða fyrir vegna þessa.


Share: