Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

október 11, 2019
Featured image for “Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum”

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir.

Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Þeir sem fengu styrk fyrr á árinu og hyggjast sækja um aftur þurfa að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is.

Umsóknir skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 28. október n.k.

Nánari upplýsingar veitir María Neves netf. maria.neves@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100.


Share: