Ekki lengur þörf á suðu neysluvatns í Borgarnesi

október 4, 2019
Featured image for “Ekki lengur þörf á suðu neysluvatns í Borgarnesi”

Tekið af vef OR:

Endurtekin sýnataka úr vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni hefur leitt í ljós að ekki er e-coli mengun í neysluvatninu. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur því ekki lengur þörf á að sjóða vatnið. Veitusvæðið sem vatnsbólið í Grábrókarhrauni þjónar nær til Borgarness, Bifrastar og Varmalands auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.

Þrátt fyrir þessa góðu niðurstöðu munu Veitur grípa til aðgerða vegna þessa atburðar. Tekin hefur verið ákvörðun um að setja lýsingu á allt vatn er fer frá Grábrókarveitu. Gert er ráð fyrir að hún verði komin upp á næstu vikum. Lýsingin gerir örverur óvirkar og bætir þannig gæði vatnsins en hefur að öðru leyti engin áhrif. Með henni eru líkur á að svona atburður endurtaki sig þverrandi.

Veitur þakka íbúum á veitusvæðinu fyrir skilning og samvinnu. E-coli gerlamengun er alvarlegur atburður og leiki grunur á að hún sé til staðar er ávallt betra að gæta fyllsta öryggis.


Share: