Senn líður að jólum og ljóst er að hátíðarhöld í ár verða með óhefðbundnum hætti líkt og annað á þessu ári.
Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði
Í gærmorgun mættu galvösk börn úr 1.bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi í Skallagrímsgarð til þess að kveikja á jólaljósunum á jólatrénu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að hafa hefðbundna aðventuhátíð í ár og því ákveðið hafa fámennan viðburð.
Laus staða leikskólakennara í Klettaborg
Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla.
Jólatréð kemur úr heimabyggð
Starfsmenn áhaldahússins hafa unnið hörðum höndum við að skreyta jólatréð í ár sem verður líkt og fyrri ár, staðsett í Skallagrímsgarði. Auk þess mun áhaldahúsið skreyta jólatré á Hvanneyri.
Sérkennslustjóri í leikskólanum Andabæ
Auglýst er eftir sérkennslustjóra til stafa í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 75% stöðu.
Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins
Gul veðurviðvörun – íbúar beðnir um að huga að lausamunum
Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri á vestanverðu landinu í kvöld fram á föstudagsmorgun. Íbúar eru beðnir um að festa lausamuni, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur rifið með sér. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspánni, til dæmis inn á vedur.is og vegagerdin.is ef leggja á land undir fót.
Hunda- og kattahreinsun 2020
Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir:
Númerslausar bifreiðar
Eigendum og umráðamönnum númerslausra bifreiða og annarra lausamuna er bent á að óheimilt er að láta slíka muni standa við götur, á almennum bílastæðum eða í almenningsrýmum.
Aukum eldvarnir – það er svo mikið í húfi
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár en nú í skugga tíðra eldsvoða á heimilum og óvenjumargra banaslysa það sem af er ári.