Gul veðurviðvörun – íbúar beðnir um að huga að lausamunum

nóvember 25, 2020
Featured image for “Gul veðurviðvörun – íbúar beðnir um að huga að lausamunum”

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri á vestanverðu landinu í kvöld fram á föstudagsmorgun. Íbúar eru beðnir um að festa lausamuni, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur rifið með sér.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspánni, til dæmis inn á vedur.is og vegagerdin.is ef leggja á land undir fót.


Share: