Útboð á skólaakstri

Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli óska eftir tilboðum í skólaakstur með nemendur skólanna.   Nánari upplýsingar eru í liðnum „tilkynningar“ hér vinstra megin á síðunni.  

Kynningarfundur – Umhverfisstjórnun fyrirtækja – Umhverfisvitinn

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, klukkan 20:30 verður haldinn á Hótel Borgarnesi kynningarfundur um umhverfisstjórnun fyrirtækja og Umhverfisvitann, sem er umhverfisvottunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Borgarbyggð hefur ákveðið að gerast aðili að þessu kerfi og verður á fundinum kynnt hvað felst í þessu kerfi og hvernig því verður komið á í sveitarfélaginu.   Einnig verður á fundinum kynnt umhverfisstarf í …

Laus störf við grunnskóla Borgarbyggðar

Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli auglýsa eftir kennurum fyrir skólaárið 2004-2005.   Grunnskólinn í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 330 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn rekur metnaðarfullt skólastarf, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum kennurum og lögð er …

Háskólaráð Borgarfjarðar stofnað

Neðri röð frá vinstri: Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggð, Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans, Linda B Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveit, Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans og Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Efri röð frá vinstri: Stefán Kalmansson fjármálastjóri Viðskiptaháskólans og Torfi Jóhannesson rannsóknastjóri við Landbúnaðarháskólann. Í Borgarfjarðarhéraði eru starfandi tveir háskólar, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Landbúnarháskólinn á Hvanneyri, og hefur starfsemi þeirra stöðugt …

Sundnámskeiði lokið !

  Nýlokið er sundleikjanámskeiði fyrir börn fædd 1999 – 2000 og var námskeiðið á vegum Sunddeildar Skallagríms. 39 börn mættu á námskeiðið og stóðu sig öll vel enda eins gott að læra að synda svo hægt sé að fara í vatnsrennibrautirnar góðu. Reyndar hefur tíðin verið svo góð að brautirnar hafa oft verið opnar í vetur. Hafa þeir fjölmörgu ferðamenn …

Árshátíð Nemendafélags G.B. – aukasýningar !

Árshátíðarhópurinn Smelltu á myndina til að sjá hana stærri Nú standa yfir sýningar á Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness en unglingarnir taka fyrir leikverkið Gúmmí Tarzan að þessu sinni. Uppselt hefur verið á allar fjórar sýningarnar sem búnar eru og því hefur verið ákveðið að halda aukasýningar á þessari frábæru uppfærslu unglinganna í Óðali sem hér segir:   Aukasýning mánudag 29. …

Skallagrímur Íslandsmeistari í 1. deild !

Frábær stemming var í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi þegar ljóst var að Skallagrímsmenn voru orðnir Íslandsmeistarar í 1. deild karla í körfuknattleik.Áhorfendur troðfylltu bekkina og skemmtu sér hið besta.Sungu heimamenn “ Í Borgarnesi í Borgarnesi á heimavelli erum við”…þegar ljóst var að titillinn var í höfn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og baráttan til staðar allan leikinn. Skallagrímsmenn höfðu …

Sumar- og afleysingastörf 2004

Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð sumarið 2004.   Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á …

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21

  Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkt á síðasta fundi sínum framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21, en í henni eru sett fram metnaðarfull markmið um það hvernig megi stuðla að sjálfbærri þróun í sveitarfélaginu. Sjálfbær þróun snýst ekki bara um umhverfismál, hún snýst ekki síður um almenna velferð íbúanna. Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á árinu 2001 að hefja vinnu við Staðardagskrá 21 og var skipaður …

Gríðarlega stórt skref fyrir allar hafnirnar

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnarÍ gær var undirrituð, í bæjarþingsalnum á Akranesi, viljayfirlýsing fulltrúa tíu sveitarfélaga á suðvesturhorninu um sameiningu Grundartangahafnar, Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar. Stefnt er að sameiningu hafnanna í eitt fyrirtæki frá og með 1. janúar 2005 en skipaður verður starfshópur til að vinna að semeiningunni í samræmi við viljayfirlýsingu sveitarfélaganna. Eignarhlutar í sameinuðu fyrirtæki skiptast þannig á mili hafnanna …