Sundnámskeiði lokið !

apríl 2, 2004
 
Nýlokið er sundleikjanámskeiði fyrir börn fædd 1999 – 2000 og var námskeiðið á vegum Sunddeildar Skallagríms.
39 börn mættu á námskeiðið og stóðu sig öll vel enda eins gott að læra að synda svo hægt sé að fara í vatnsrennibrautirnar góðu. Reyndar hefur tíðin verið svo góð að brautirnar hafa oft verið opnar í vetur. Hafa þeir fjölmörgu ferðamenn sem komið hafa í sund um helgar í vetur heldur betur kunnað að meta það ásamt auðvitað heimamönnum. Nú er vor í lofti – allir í sund !
ij
 

Share: