Frábær stemming var í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi þegar ljóst var að Skallagrímsmenn voru orðnir Íslandsmeistarar í 1. deild karla í körfuknattleik.
Áhorfendur troðfylltu bekkina og skemmtu sér hið besta.
Sungu heimamenn “ Í Borgarnesi í Borgarnesi á heimavelli erum við”…þegar ljóst var að titillinn var í höfn.
Áhorfendur troðfylltu bekkina og skemmtu sér hið besta.
Sungu heimamenn “ Í Borgarnesi í Borgarnesi á heimavelli erum við”…þegar ljóst var að titillinn var í höfn.
Leikurinn var hraður og skemmtilegur og baráttan til staðar allan leikinn. Skallagrímsmenn höfðu undirtökin og sigruðu með 35 stiga mun.
Því er ljóst að Skallagrímsmenn hafa endurheimt sæti sitt í úrvalsdeildinni ásamt Fjölni Grafarvogi sem leika í fyrsta skipti í efstu deild. ( sjá www.kki.is )
Til hamingju þjálfari, leikmenn og stjórn.
Því er ljóst að Skallagrímsmenn hafa endurheimt sæti sitt í úrvalsdeildinni ásamt Fjölni Grafarvogi sem leika í fyrsta skipti í efstu deild. ( sjá www.kki.is )
Til hamingju þjálfari, leikmenn og stjórn.
E.t.v. Adolf Hannesson, Ingólfur Valgeirsson, Ari Gunnarsson, Davíð Ásgrímsson, Pálmi Þór Sævarsson, Steve Howard, Flosi Sigurðsson og Valur Ingimundarson þjálfari.
N.t.v. Heiðar Lind Hansson, Ragnar Már Steinsen, Egill Örn Egilsson, Sigmar Páll Egilsson og Finnur Jónsson.
Mynd. Svanur St.
Grein. Ij.
Grein. Ij.